Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 18
80 NÁTTIJRUFRÆÐINGURINN kl. 22 24. Svo virðist, sem jarðsk jálftar þessir hafi fundizt á hér um bil sama svæði og kippirnir 29. október. 22. nóvember kl. 9—10 fannst lítill kippur í Hveragerði. 24. nóvember kl. 06 38 fannst jarðskjálfti í Alviðru í Ölfusi. 29. nóvember kl. 03 58 fannst snarpur kippur í Alviðru. Allir þeir jarðskjálftar, sem hér eru laldir síðan 29. október, áttu upptök í Henglinum. Jarðskjálftamælarnir í Reykjavík mældu á þessu tímabili um 100 hræringar frá þessum upptökum og mældist fjarlægð þeirra 28—32 km. Allar líkur eru til, að mun fleiri jarðskjálftar hafi fundizt í Hveradölum og Hveragerði, en hér eru taldir. 31. desember kl. 15 06 fannst all-snarpur jarðskjálfti í austanverðum Flóa og í Holtum í Rangárvallasýslu. Upptök þessa jarðskjálfta mældust í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Sama dag kl. 02 15 mun hafa fundizt jarðskjálfti í Krýsuvík, en fréttir þaðan eru óljósar. 1955. 5. janúar kl. 21 23 fannst talsverður jarðskjálfti í efstu byggðum við Hvítá í Borgarfirði. Upptök hans mældust í 95 km fjarlægð frá Reykjavík. 7. janúar kl. 23 12 fannst mjög væg jarðhræring á Selfossi. 75. janúar fundust all-miklir jarðskjálftar á Suðvesturlandi. Mestir voru þeir í Grindavík og Krýsuvík, en þar fundust fjölmargir kippir. Snarpastir voru þeir í ísólfsskála í Grindavík, V—VI stig. Tveir kippirnir, kl. 15 03 og 15 46, voru lang mestir. Fundust þeir allt austur að Þjórsá og norður á Snæ- fellsnes og um allar byggðir þar á milli, nema um efri hluta Árnessýslu. Jarð- skjálftar þessir fundust á um 10000 km2 á landi, en ef með er talið það haf- svæði, sem gera má ráð fyrir, að þeir hefðu fundizt á, ef á landi hefði verið, þá er það alls um 30000 km2. 16. janúar. í Grímsey fannst dálítill jarðskjálftakippur kl. 06 35. í Krýsu- vik fundust —smáhræringar alla nóttina milli 15. og 16. janúar og fram undir hádegi. Jarðskjálftamælarnir í Reykjavík mældu yfir 100 hræringar á einum sólarhring 15.—16. janúar. Upptök þeirra mældust í um 35 km fjarlægð, í suðvestri, sennilega um 10 km fyrir vestan Krýsuvík. 77. janúar kl. 04 41 fannst væg jarðhræring í Hrísey. 18. janúar kl. 00 00 (= 17. janúar kl. 24 00) fannst talsverður jarðskjálfti á Suðurlandsundirlendi. Snarpastur mun hann hafa verið í Holtum í Rangár- vallasýslu, IV—V stig, en landssvæði það, sem hann fannst á var um 8000 km2. Upptök jarðskjálftans mældust í 68 km fjarlægð frá Reykjavík, hér um bil í háaustri. 19. janúar kl. 18 33 fannst mjög væg jarðhræring í Reykjavík. 20. janúar kl. 02 21 fannst önnur smáhræring í Reykjavík. 12. febrúar kl. 21 05 fannst mjög væg hræring í Grindavík. 27. febrúar hófust miklir jarðskjálftar í Axarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. Fyrsti kippurinn fannst kl. 00 30, en síðan kom hver kippurinn af öðrum. Á Sandfellshaga í Axarfirði fundust jarðskjálftar alla daga frá 27. febrúar til 20. marz, að undanskildum 12. og 13. marz. Alls fundust þar á þessu tímabili um 200 kippir og voru sumir mjög snarpir. Á Núpi í Axarfirði fundust einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.