Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 18
80 NÁTTIJRUFRÆÐINGURINN kl. 22 24. Svo virðist, sem jarðsk jálftar þessir hafi fundizt á hér um bil sama svæði og kippirnir 29. október. 22. nóvember kl. 9—10 fannst lítill kippur í Hveragerði. 24. nóvember kl. 06 38 fannst jarðskjálfti í Alviðru í Ölfusi. 29. nóvember kl. 03 58 fannst snarpur kippur í Alviðru. Allir þeir jarðskjálftar, sem hér eru laldir síðan 29. október, áttu upptök í Henglinum. Jarðskjálftamælarnir í Reykjavík mældu á þessu tímabili um 100 hræringar frá þessum upptökum og mældist fjarlægð þeirra 28—32 km. Allar líkur eru til, að mun fleiri jarðskjálftar hafi fundizt í Hveradölum og Hveragerði, en hér eru taldir. 31. desember kl. 15 06 fannst all-snarpur jarðskjálfti í austanverðum Flóa og í Holtum í Rangárvallasýslu. Upptök þessa jarðskjálfta mældust í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Sama dag kl. 02 15 mun hafa fundizt jarðskjálfti í Krýsuvík, en fréttir þaðan eru óljósar. 1955. 5. janúar kl. 21 23 fannst talsverður jarðskjálfti í efstu byggðum við Hvítá í Borgarfirði. Upptök hans mældust í 95 km fjarlægð frá Reykjavík. 7. janúar kl. 23 12 fannst mjög væg jarðhræring á Selfossi. 75. janúar fundust all-miklir jarðskjálftar á Suðvesturlandi. Mestir voru þeir í Grindavík og Krýsuvík, en þar fundust fjölmargir kippir. Snarpastir voru þeir í ísólfsskála í Grindavík, V—VI stig. Tveir kippirnir, kl. 15 03 og 15 46, voru lang mestir. Fundust þeir allt austur að Þjórsá og norður á Snæ- fellsnes og um allar byggðir þar á milli, nema um efri hluta Árnessýslu. Jarð- skjálftar þessir fundust á um 10000 km2 á landi, en ef með er talið það haf- svæði, sem gera má ráð fyrir, að þeir hefðu fundizt á, ef á landi hefði verið, þá er það alls um 30000 km2. 16. janúar. í Grímsey fannst dálítill jarðskjálftakippur kl. 06 35. í Krýsu- vik fundust —smáhræringar alla nóttina milli 15. og 16. janúar og fram undir hádegi. Jarðskjálftamælarnir í Reykjavík mældu yfir 100 hræringar á einum sólarhring 15.—16. janúar. Upptök þeirra mældust í um 35 km fjarlægð, í suðvestri, sennilega um 10 km fyrir vestan Krýsuvík. 77. janúar kl. 04 41 fannst væg jarðhræring í Hrísey. 18. janúar kl. 00 00 (= 17. janúar kl. 24 00) fannst talsverður jarðskjálfti á Suðurlandsundirlendi. Snarpastur mun hann hafa verið í Holtum í Rangár- vallasýslu, IV—V stig, en landssvæði það, sem hann fannst á var um 8000 km2. Upptök jarðskjálftans mældust í 68 km fjarlægð frá Reykjavík, hér um bil í háaustri. 19. janúar kl. 18 33 fannst mjög væg jarðhræring í Reykjavík. 20. janúar kl. 02 21 fannst önnur smáhræring í Reykjavík. 12. febrúar kl. 21 05 fannst mjög væg hræring í Grindavík. 27. febrúar hófust miklir jarðskjálftar í Axarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. Fyrsti kippurinn fannst kl. 00 30, en síðan kom hver kippurinn af öðrum. Á Sandfellshaga í Axarfirði fundust jarðskjálftar alla daga frá 27. febrúar til 20. marz, að undanskildum 12. og 13. marz. Alls fundust þar á þessu tímabili um 200 kippir og voru sumir mjög snarpir. Á Núpi í Axarfirði fundust einnig

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.