Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 51
Ritfre^nir PIEKRE BOUT: Étndes de géomorþhologie dynamique en Islntide. Espéditions Polaires Francaises III. 176 bls. 21 myndas. og 1 kort. 43 textamyndir. Paris 1953. í sambandi við hinar umfangsmiklu jöklarannsóknir, sem franskir leiðangr- ar undir stjórn Poul-Emile Victor hafa framkvæmt á Grænlandi síðasta ára- tuginn, hafa franskir vísindamenn, tengdir þessum leiðöngrum, einnig unnið að rannsóknum hér á landi. Þýðingarmestar jjeirra rannsókna eru þær ís- þykktarmælingar á Vatnajökli, sem gerðar voru í samvinnu við íslenzka jökla- fræðinga 1951 og 1955. 1950 unnu franskir sérfræðingar að þyngdarmælingum á Suðvesturlandi í samvinnu við íslenzka sérfræðinga. Ferð Pierre Bout til íslands sumarið 1950 var farin á vegum frönsku Græn- landsleiðangranna. Bout dvaldi hér í þrjár vikur í ágústmánuði og fór allvíða um Suðvesturland, m. a. um Reykjanes og upp að Hagavatni, og rannsakaði einkum „periglacial" fyrirbæri og móbergsmyndunina. Um þessar rannsóknir hefur hann skrifað ofannefnda bók, auk nokkurra sniærri greina. Er það nokk- uð mikið í fang færzt að skrifa heila bók um ekki lengri dvöl hér, en líklegra er auðveldara að skrifa bók um ísland eftir þriggja vikna en þriggja ára dvöl. Meginhluti bókarinnar, fram til bls. 124, fjallar um periglacial myndanir: þúfur, melatigla, jarðskrið, frostveðrun o. 11. og um þátt loftslags og berggrunns í þessum myndunum, svo og um vindrof og uppblástur. Gerir hann saman- burð við Grænland og miðhálendi Frakklands (Massif Central og þó einkum héraðið Velay), enda mun ferð hans hafa verið farin fyrst og fremst í þeim tilgangi að fá þann samanburð. Er í jteim hluta bókarinnar sitthvað fróðlegt að i'inna um periglacial myndanir, án þess að beint sé hægt að segja, að rann- sóknir Bout hali leitt mikið nýtt í ljós um myndun þeirra. Næsti kafli fjallar um móbergið. Hefur höf. rannsakað svipað berg í heima- landi sínu, einkum í Velay, og telur það sömu gerðar og sama uppruna og íslenzka móbergið. Hallast hann mjög að skoðunum Trausta próf. Einarssonar um uppruna og myndun móbergsins. Síðan kemur alllangur kafli, er fjallar um það hvernig blágrýtismolar í móberginu mást og breytast að lögun fyrir áhrif vinda og rennandi vatns. Beitir höf. þar rannsóknaraðferðum landa síns A. Cailleux. 1 bókinni er stuttur útdráttur (summary) á ensku. Sigurður Þórarinsson. P. BOUT, ]. COliBEL, M. DERRUAU, L. GARAVEL ET P. PÉGUY: Géotnorþliologie et Ghciologie en Islande Centrale. Norois. Revue Géo- graphique de l'ouest et des pays cle l’Atlantique Nord. No 8—2e année. Bls. 461—574. 24 textamyndir og 8 myndasíður. Poitiers 1955.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.