Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 20
82 NÁTTÚ RU FRÆÐJ NGURINN Mestu kippirnir komu 27. febrúar kl. 06 47 og 28. febrúar kl. 03 00. Fundust þeir austur til Vopnafjarðar og vestur til Grímseyjar og Olafsfjarðar. Litlu vægari voru kippir, sem komu 27. febrúar kl. 06 37 og 07 29 og 1. marz kl. 01 37. Snörpustu kippirnir munu hafa fundizt á 15000 km2 svæði á landi, en hefðu fundizt á 30000 km2 ef landið hefði náð nægilega langt til norðurs. Jarðskjálftamælarnir í Reykjavík og á Akureyri mældu nokkra þessarra jarð- skjálfta, og samkvæmt þeim mælingum voru upptökin 5—10 km í austur frá nyrztu bæjum í Axarfirði. Þar sem jarðskjálftarnir voru snarpastir, nyrzt í Axarfirði, var styrkleiki þeirra VI—VII stig, en slíkir jarðskjálftar valda oft smávegis tjóni á bygging- um, enda var það svo, að hús skemmdust lítillega á bæjunum Núpi, Þverá, Klifshaga og Sandfellshaga. Sprungur komu í veggi, einkum við glugga, og eitt hvað fleira mun hafa látið á sjá. 13. marz kl. 01 13 fannst mjög snarpur jarðskjálftakippur á Laugarvatni. Styrkleiki hans var VI stig, en engra skemmda varð vart af hans völdum. Kl. 01 54 kom annar kippur litlu minni. Jarðskjálftar þessir fundust um allt Suð- urlandsundirlendið og allt til Reykjavíkur, eða á rúmlega 10000 km2 svæði. Upptök þeirra voru rétt við Laugarvatn, enda var jarðskjálftinn snarpastur þar. 14. rnarz kl. 23 48 fannst greinilegur jarðskjálfti í Reykjavík, styrkleiki IV stig. Jarðskjálfti þessi fannst einnig í Krýsuvík og fyrir botni Faxaflóa allt norður að Snæfellsnesfjallgarði og um Olfus og Flóa í Árnessýslu. Samkvæmt jarðskjálftamælunum 1 Reykjavík voru upptökin í 25 km fjarlægð í suð-suð- austri 1. april komu miklir jarðskjálftar á Suðvesturlandi. Mestir voru þeir í Olfusi, einkum í Hveragerði og næsta nágrenni. Um morguninn kl. 06 37 kom fyrsti kippurinn. Styrkleiki hans í Hveragerði var V stig. Fannst hann um Olfus og Flóa og víðar um sunnanverða Árnes- sýslu. Einnig fannst hann í Reykjalundi í Mosfellssveit. Alls mun hann hafa íundizt á um 3000 km2 svæði. Kl. 16 26 kom annar kippur miklum mun meiri en sá fyrsti. Styrkleiki hans í Hveragerði var VI stig, og víða í Ölfusi og vestanverðum Flóa var styrkleik- inn V—VI stig. Þessi kippur fannst um allt Suðurlandsundirlendið, allt austur að Ásólfsskála undir Eyjafjöllum. Einnig fannst hann í Reykjavík og víðar við sunnanverðan Faxaflóa. Mun hann hafa fundizt á a. m. k. 10000 km2 lands, en sennilega á enn stærra svæði. Mesti kippurinn kom kl. 17 41. I Flveragerði og Hjalla í Ölfusi var styrk- leikinn VII stig, en sennilega VIII stig í Gufudal og Núpum. Neðan til í Ölfusi og sums staðar í Flóa (t. d. á Selfossi) var styrkleikinn VI stig, en víðast annars staðar á Suðurlandsundirlendinu IV—V stig. Fyrir botni Faxaflóa var styrkleikinn III til V stig, mestur í Mosfellssveit. Jarðskjálftinn fannst austast, svo vitað sé, í Vik í Mýrdal, styrkleiki 111 stig, en nyrzt í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, en líklegt er að hann hafi fundizt enn lengra frá upptökunum. í Grindavík og Keflavík fannst jarðskjálftinn ekki, eða þá að hann var svo vægur, að mjög fáir veittu honum athygli. Sennilega hefur jarðskjálftinn fundizt á 30000 km2 á landi, en hefði að lík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.