Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 5
HEILDARGKJSLL'N SÓLAR í REYKJAVÍK 67 Hér á landi mun heildargeislun sólar og gufuhvolfs lítið liafa verið athuguð. Fyrst mun Þjóðverjinn Dannmeyer (1) hafa unnið að geislamælingum á árunum 1926—27 í Aðalvík vestur. Voru það nokkrar athuganir á magni útfjólubláu geislanna, gerðar að sumarlagi og stóðu í tíu daga fyrra árið og hálfan mánuð hið seinna. Eitthvað mun Bandaríkjaher á stríðsárunum og síðar Veðurstofan á Keflavíkurflugvelli hafa fengizt við mælingar á sólgeisluninni, án þess að frá því hafi verið skýrt. Reyndar munu mælingar Bandaríkjahers flestar gerðar á heiðríkum sólskins- dögum, en ekki, ef skýjað var loft. Sumarið 1954 fékk ég mæla frá Eðlis- og Veðurfræðistofnun- inni Davos í Sviss, til þess að mæla heildarmagn sólgeislunarinnar, og veitti sjóðurinn „Heilsulind“ nokkurn styrk til kaupanna. Mæl- ar þessir eru af svokallaðri „Bellani“-gerð og taldir hinir hand- hægustu og þó fullkomnustu, sem völ er á, til mælinga á heildar- geislun í sambandi við allar almennar líffræðilegar athuganir. Mælarnir eru í stuttu máli þannig (2,6): Ytra borðið er glerið H. Að innan er lofttóm málmkúla G, hálffyllt litlausu alkóhóli A. Við geislunina gufar alkóhól- ið upp og þéttist niður í glerrörið R, sem stendur aðeins upp úr alkóhólinu. Það safnast síðan saman í glerörinu S, sem markað er með ákveðnum lengdarein- ingum. Síðan er lesið af, oftast einu sinni á dag, tvisvar, ef þörf krefur, og loks er margfaldað með ákveðnum töluþætti (faktor), sem háður er hitastigi að nokkru og að litlu leyti vindi. Geislamagnið fæst þá sem kalóríur/cm2 og mæliskekkjan á ekki að vera yfir 3%. Mælirinn, sem stendur um 20 m yfir sjávarflöt, er látinn vera á bersvæði, svo að skuggar frá nálægum hlutum, húsum o. þ. 1. trufli ekki, og hafa mælingarnar verið gerðar daglega síðan í júlí 1954 allt til þessa dags. Mælingarnar hef ég tekið saman á eftirfarandi töflum og línu- ritum: Fyrsta taflan (tafla I) sýnir það, sem fyrst og fremst er mælt, heildargeislunina á hverjum degi og samanlagða geislun hvers mán- aðar, reiknaða í cal/cm2. Síðan er meðaldaggeislun hvers mánaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.