Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 5
HEILDARGKJSLL'N SÓLAR í REYKJAVÍK 67 Hér á landi mun heildargeislun sólar og gufuhvolfs lítið liafa verið athuguð. Fyrst mun Þjóðverjinn Dannmeyer (1) hafa unnið að geislamælingum á árunum 1926—27 í Aðalvík vestur. Voru það nokkrar athuganir á magni útfjólubláu geislanna, gerðar að sumarlagi og stóðu í tíu daga fyrra árið og hálfan mánuð hið seinna. Eitthvað mun Bandaríkjaher á stríðsárunum og síðar Veðurstofan á Keflavíkurflugvelli hafa fengizt við mælingar á sólgeisluninni, án þess að frá því hafi verið skýrt. Reyndar munu mælingar Bandaríkjahers flestar gerðar á heiðríkum sólskins- dögum, en ekki, ef skýjað var loft. Sumarið 1954 fékk ég mæla frá Eðlis- og Veðurfræðistofnun- inni Davos í Sviss, til þess að mæla heildarmagn sólgeislunarinnar, og veitti sjóðurinn „Heilsulind“ nokkurn styrk til kaupanna. Mæl- ar þessir eru af svokallaðri „Bellani“-gerð og taldir hinir hand- hægustu og þó fullkomnustu, sem völ er á, til mælinga á heildar- geislun í sambandi við allar almennar líffræðilegar athuganir. Mælarnir eru í stuttu máli þannig (2,6): Ytra borðið er glerið H. Að innan er lofttóm málmkúla G, hálffyllt litlausu alkóhóli A. Við geislunina gufar alkóhól- ið upp og þéttist niður í glerrörið R, sem stendur aðeins upp úr alkóhólinu. Það safnast síðan saman í glerörinu S, sem markað er með ákveðnum lengdarein- ingum. Síðan er lesið af, oftast einu sinni á dag, tvisvar, ef þörf krefur, og loks er margfaldað með ákveðnum töluþætti (faktor), sem háður er hitastigi að nokkru og að litlu leyti vindi. Geislamagnið fæst þá sem kalóríur/cm2 og mæliskekkjan á ekki að vera yfir 3%. Mælirinn, sem stendur um 20 m yfir sjávarflöt, er látinn vera á bersvæði, svo að skuggar frá nálægum hlutum, húsum o. þ. 1. trufli ekki, og hafa mælingarnar verið gerðar daglega síðan í júlí 1954 allt til þessa dags. Mælingarnar hef ég tekið saman á eftirfarandi töflum og línu- ritum: Fyrsta taflan (tafla I) sýnir það, sem fyrst og fremst er mælt, heildargeislunina á hverjum degi og samanlagða geislun hvers mán- aðar, reiknaða í cal/cm2. Síðan er meðaldaggeislun hvers mánaðar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.