Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Upptök og rennslisstefna. Nyrzta upptakakvísl Þjórsár er iðulega nefnd Bergvatnskvísl, en á máli eyfirzkra og skagfirzkra gangnamanna, sem smala Fjöl Iin, heitir hún „Þjórsá“ eða „Bergvatnskvísl Þjórsár", og drögin, sem að henni liggja, nefna Jreir Þjórsárdrög. Ég hef það fyrir satt, að Skagfirðingum þyki stakkur sinn þröngt skorinn og vilji fá mörk sín færð til austurs á Fjöflum uppi, og eru þá allir nefndir, sem gera tilkall til Þjórsár, nema ef vera kynnu Suður-Þingeyingar, með sérkröfu, en þeir smöluðu Þjórsárdrög fyrr- um með Eyfirðingum. Á einum nafnalista á við að tilgreina staðar- nafn með Þjórsá, en það er á alþjóðaskrá yfir stærstu fallvötn hvers lands, þar sómir sér vel: Þjónsá á íslandi. Þeir, sem fara „Sprengisandsveg hinn nýja“ á bílum milli Eyja- fjarðar og Rangárvallasýslu, eins og gert er nú á síðari árum, kann- ast við, að nálægt fjallabrúnum Eyjafjarðar liggur vegurinn hæst á allri leiðinni. Suður af byggð í Eyjafirði er öldótt háslétta nálega 1000 m y. s. Fjórar stórár skipta afrennslinu á milli sín. Hásléttan er eins konar miðdepill landsins í vatnafræðilegu tilliti. Drög ey- firzku ánna ganga stutt upp í hásléttuna, svo að vatnaskil að F.yja- firði eru norðarlega. Vatnasvið Fnjóskár í Þingeyjarsýslu og Geld- ingsár, senr fellur til Jökulsár eystri í Skagafirði, ná sanran sunnan við vatnasvið Eyjafjarðarár. Skemmtilegt öfugstreymi er það, að þess- ar tvær norðlenzku ár, Fnjóská og Geldingsá, skuli fyrst í stað renna í hásuður, en það stendur að vísu ekki lengi. Fnjóskárdrög taka að sveigja til austurs og norðurs og Geldingsárdrög til norð- vesturs í átt til Skagafjarðar, og þá tekur Þjórsá að hirða allt vatn, sem á annað borð hefur lagt af stað suður. Hin sameiginlegu vatna- skil Fnjóskár og Geldingsár valda því, að eitthvað nálægt 5 kíló- metrar eru á rnilli vatnaskila Eyjafjarðarár og Þjórsár. Þegar ferðamenn leggja leið sína um þetta svæði á sumrin, eru farvegir þurrir, aðeins tjarnir í lægðum. En á vorin, þegar snjó- leysing stendur sem hæst, venjulega í júníbyrjun, og í mikilli rign- ingartíð, rennur vatn í þessum farvegum. Árnar eru dragár, svo að lengd þeirra er breytileg. Venjulegast er ekkert vatn í farvegi Berg- vatnskvíslar Þjórsár fyrr en 5 til 8 km sunnan við vatnaskilin. Það er til marks um hve upptök „Bergvatnskvíslar Þjórsár“ eru norðar- lega, að frá upptökunum eru aðeins 30 km til bæja í Eyjafirði, en loftlína til byggðar á Suðurlandi, Skriðufells í Þjórsárdal, er 130 km.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.