Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 20
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN séu svo mikil, að ekki sé ráðlegt að virkja ána þar, en þá er lítið samræmi í því, að gleyma næstum að h'ta á Gljúfurleitarfoss inni í Gljúfurleit, hinum fagra fjallasal. Á vetrum er straumvök milli höfuðísa á þessum bratta kafla árinnar. En á hallalitla aurasvæð- inu í dalnum neðan við Gljúfurleit og fram að Tungnaá liggur lagnaðarís Jangtímum saman á vetrum. Tungnaá og Tungnaárhraun koma úr austri. Rækilega skiptir um er Búðarhálsi sleppir; þar kemur Tungnaá og Tungnaárhraun til sögunnar. Tungnaá er vatnsmeiri en Þjórsá, þegar þær koma saman. Þjórsá er að meðaltali um 130 m3/s eða ámóta vatnsfall og Hvítá við Gullfoss, en Tungnaá er 50 m3/s meiri eða 180. Á einstökum flóðadögum veitir Þjórsá þó betur, því að dragáreinkenni hennar eru sterkari en Tungnaár. Á allri leiðinni frá Tungnaármynni til sjávar hala hraunflóð lirakið Þjórsá úr fornum farvegi Itennar. Farvegur sá, sem Þjórsá rennur nú í á láglendinu, er því ungur og ber öll merki þess. Lengsti hraunstraumurinn er nefndur Þjórsárhraun. Hann er úr gosstöðvunum lijá Hófsvaði á Tungnaá og liefur runnið 130 km veg, eða alla leið í sjó fram, ltjá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þjórsár- hraun er átta þúsund ára gamalt, að því er Guðmundur Kjartans- son telur í grein í Náttúrufræðingnum.1) Aldursákvörðunin var gerð með karbon-14-aðferðinni. Skammt neðan Tungnaármynnis lendir Þjórsá ofan á öllum hraununum, og flæðir ofan á þeim um stund eða niður að Búrfelli. Þessi kafli er einn sérkennilegasti ár- farvegur á íslandi: Nær þráðbeinn, mjög breiður eða 300 til 400 metrar, en grunnur. Það brimar á staksteinóttum hraunklappar- botni og vatnsdýpið má teljast jafnt landa á milli. Halli árinnar er rennslislialli hraunstraumsins, vatnslrraðinn er þarna 1—2 m/sek. Þegar litið er í ánni er vatnsdýpið nálægt 50 cm. Veitist þá full- frískum manni létt að ganga þarna yfir ána, hvar sent er. En þegar nokkur vöxtur er í vatni er hún kolófær. Svo grunnur er farvegur- inn, að í vatnavöxtum verður Búrfell og næsta nágrenni eyja, kvíslar úr Þjórsá fara vestur yfir Haf til Rauðár og síðan til Fossár í Þjórsárdal, sem fellur í Þjórsá. Þetta gerðist til dæmis núna í 1) Náttúrufr. 3. hefti 1964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.