Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 40
34 NÁTTÚRUFR Æ ÐINGURINN I. mynd. Baðmullarfræ. Vestindía-baðmullarjurt hefur 4—5 cm langa fræull. Brasiliu- baðmull gefur mjög góðar treljar. Baðmullin er ræktuð í heitum löndum, aðallega frá 30 gráðu suðlægrar breiddar til um 40° n. br. Hún þarf langt og heitt sumar, og þurr- viðri þarf helzt að vera síðasta þriðjung vaxtartímans, eink- um meðan á fræþroskun stendur. Menn vinna til að veita vatni á baðmullarekrurnar, þar sem loftslagið er þurrt og heitt, t. d. í Egyptalandi, og þá fá þeir mikla og góða uppskeru. I>að þarf að sá, grisja og síðan laga jurtirnar með skurði eða klippingu svo þær greinist hæfilega. Jurtirnar bera blóm 2—3 mánuðum eftir sáningu. Meðan aldinin þroskast skal loftið vera þurrt, en jarð- vegurinn rakur. Baðmullarrunnarnir gefa oft góða uppskeru 2 ár í röð, en síðan þarf venjulega að endurnýja þá, a. m. k. sumar tegundir. Uppskerutíminn er 3—4 mánuðir, a. m. k. þar sem baðm- ullin er aðallega handtínd af jurtunum. Æfður og duglegur maður getur tínt um 150 kg á dag á góðum baðmullarakri, en meðal- afköst eru talin 50 kg. Hárin eru tekin af fræjunum í vélum og pressuð saman í stóra, ferstrenda böggla um 120 kg að þyngd. Síðan tekur við þvottur og bleiking. Baðmull er afar mikið notuð í fatnað og garn. Ennfremur í vatt, bæði vatt, sem hrindir frá sér vatni og heldur fitunni í hárunum, og sjúkravatt, sem fitan liefur verið hreinsuð úr og sem sýgur í sig vatn. Einnig er baðmufl notuð í pappír og gervisilki, skotbaðmull o. fl. Sumir telja að Asíumenn hafi í'yrir ævalöngu llutt baðmullar- jurtir til Suður-Ameríku. í eyðimerkurgröfum í Perú, sem eru eklri en Inkamenningin, hafa fundizt baðmullarvefstólar og spuna- teinar af sömu gerð sem Indverjar notuðu til forna. Perú baðmullar- jurt breiddist síðan norður til Miðameríku og Mexíkó og þar var hún ræktuð þegar hvítir menn komu þangað. En samkvæmt kenn- ingu Thors Heyerdahls ættu þjóð- og jurtaflutningar að liafa farið öfuga leið, þ. e. frá Suðurameríku til eyjanna í Kyrrahafi. Mest baðmullarlönd eru nú sunnanverð Bandaríkin, Indland, Kína og Sovét. I>ar næst koma Brasilía og Egyptaland. Mikill baðmullar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.