Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 33 Ingólfur Daviðsson: Baðmull og netlur /. Baðmullarplöntur (Gossypium). Baðmull er fræull hávaxinna baðmullarjurta og lágvaxinna baðm- ullarrunna, alls um 40 skyldra tegunda, sem vaxa í heitum löndum, bæði í Asíu og Anreríku upprunalega. Tegundirnar teljast til sömu ættar og stokkrós o. fl. Malvategundir, senr hér eru ræktaðar í görð- unr og hafa svipuð blöð og allstór, einstæð blónr hvítleit, gul eða rauð. Aldinið er lrýði, senr opnast þegar lrin svartbrúnu fræ eru jrroskuð. Fræ ræktaðra tegunda eru á stærð við litla appelsínukjarna og bera mjúk, löng og nokkur stutt hár. (Sbr. lrár fífunnar). I kíminu er feit olia, sem notuð er í smjörlíki, sápur, matarolíur, baðmullarfóðurkökur o. fl. Talið er að fornþjóðir heitra landa, bæði í Ameríku og Asíu hafi snemma lært að hagnýta baðmull til spuna og vefnaðar. í rústum á Indlandi hefur fundizt baðmullarefni, sem talið er yfir 2500 ára gamalt. Evrópumenn kynntust baðmull á herferðum Alexanders mikla og á 9. og 10. öld komu Arabar með baðmull til Spánar o. fl. landa í Suðurevrópu. Hermenn Alexand- ers, hinir grísku, gengu í línklæðum og ullarfatnaði, en málaliðs- menn hans notuðu margir hampdúk (striga) í föt sín. Baðmullar- dúkar voru lengi fluttir til Evrópu frá Asíu, unz Englendingar kornust á lagið að spinna og vefa baðmull á 18. öld. Baðmullarrækt óx líka stórum í Ameríku og Asía beið lægri hlut í samkeppninni. Mest baðmull fæst nú af lágvöxnum baðmullarrunnum, ýmsar tegundir, sem gefa hvíta eða gulleita baðmull. Einn baðmullar- runninn (G. arboreum) verður allt að 7 m hár og er m. a. ræktaður í Egyptalandi og víðar í Afríku. Ganga afurðir hans stundum undir nafninu „egypzk léreft." Indversk baðmullarjurt (G. herbareum) er hávaxin. Fræ hennar bera bæði löng hár 2—3 cm og þétt, stutt, gulleit flókahár, sem m. a. eru notuð við pappírsgerð (Virgótrefjar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.