Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 39
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 33 Ingólfur Daviðsson: Baðmull og netlur /. Baðmullarplöntur (Gossypium). Baðmull er fræull hávaxinna baðmullarjurta og lágvaxinna baðm- ullarrunna, alls um 40 skyldra tegunda, sem vaxa í heitum löndum, bæði í Asíu og Anreríku upprunalega. Tegundirnar teljast til sömu ættar og stokkrós o. fl. Malvategundir, senr hér eru ræktaðar í görð- unr og hafa svipuð blöð og allstór, einstæð blónr hvítleit, gul eða rauð. Aldinið er lrýði, senr opnast þegar lrin svartbrúnu fræ eru jrroskuð. Fræ ræktaðra tegunda eru á stærð við litla appelsínukjarna og bera mjúk, löng og nokkur stutt hár. (Sbr. lrár fífunnar). I kíminu er feit olia, sem notuð er í smjörlíki, sápur, matarolíur, baðmullarfóðurkökur o. fl. Talið er að fornþjóðir heitra landa, bæði í Ameríku og Asíu hafi snemma lært að hagnýta baðmull til spuna og vefnaðar. í rústum á Indlandi hefur fundizt baðmullarefni, sem talið er yfir 2500 ára gamalt. Evrópumenn kynntust baðmull á herferðum Alexanders mikla og á 9. og 10. öld komu Arabar með baðmull til Spánar o. fl. landa í Suðurevrópu. Hermenn Alexand- ers, hinir grísku, gengu í línklæðum og ullarfatnaði, en málaliðs- menn hans notuðu margir hampdúk (striga) í föt sín. Baðmullar- dúkar voru lengi fluttir til Evrópu frá Asíu, unz Englendingar kornust á lagið að spinna og vefa baðmull á 18. öld. Baðmullarrækt óx líka stórum í Ameríku og Asía beið lægri hlut í samkeppninni. Mest baðmull fæst nú af lágvöxnum baðmullarrunnum, ýmsar tegundir, sem gefa hvíta eða gulleita baðmull. Einn baðmullar- runninn (G. arboreum) verður allt að 7 m hár og er m. a. ræktaður í Egyptalandi og víðar í Afríku. Ganga afurðir hans stundum undir nafninu „egypzk léreft." Indversk baðmullarjurt (G. herbareum) er hávaxin. Fræ hennar bera bæði löng hár 2—3 cm og þétt, stutt, gulleit flókahár, sem m. a. eru notuð við pappírsgerð (Virgótrefjar).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.