Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 38
32 NÁTTÚRUFRÆÐ INGURINN í sjó. Þær voru svipaðar slöngum að útliti, voru alþaktar horn- hreistri og höfðu fjóra útlimi, sem líktust hreifum. Tennur höfðu þær margar og beittar. Lengcl þeirra var um 10—15 metrar. Ekkert bendir til þess að slöngueðlurnar hafi verið formæður núlifandi slangna. Það er engu líkara en að skapara lífsins hafi ekki nægt að fylla höf og hauður af eðlum, sem margar hverjar höfðu hið fáránleg- asta útlit, því á Krítartímanum eru þessi eðlukvikindi búin að fá vængi, og leggja nú leið sína um loftin hlá, hópum saman. I fyrstu hafa flugeðlurnar verið srnádýr, en þær liafa l'ærzt fljótt í aukana, og voru í lok Krítartímans orðnar að lifandi svifflugum með átta rnetra breiðu vænghafi. Beinagrindur slíkra flugdreka hafa fundizt í Kansas í Ameríku. Húð flugeðlanna var ekki fiðruð; hún var slétt og hreisturslaus. Og svo að lfkaminn yrði sem léttastur, voru öll bein hol innan. Reiknað hefur verið út, að flugeðla með 7 metra breiðu vænghafi, hafi ekki í'arið yfir 15 kg. að þyngd. Mörgum finnst það torráðin gáta, að allar trölleðlurnar skyldu deyja út á tiltölulega skömmum tíma, því að við upphaf Tertiertímans, fyrir um það bil 60 milljónum ára, mátti heita að þær væru gersamlega horfnar af yfirborði jarðar. Ein helzta skýringin á þessu er sú, að víðtæk loftslagsbreyting hafi valdið hér miklu um. í lok mið- aldar tóku fjallgarðar að rísa, innhöf fjöruðu út og landbrýr mynd- uðust eða sukku í sæ. Við það breyttist stefna hlýrra hafstrauma. í kjölfar þesara umbyltinga kom róttæk gróðurbreyting, en marg- ar risaeðlur voru jurtaætur. En það er staðreynd, að ævi risaeðlanna var öll, þegar miðöld lauk, hverjar svo sem orsakirnar hafa verið. í þeirra stað byrjuðu að dafna tvær nýjar greinar á meiði hrygg- dýranna: fuglar og spendýr, og gefa þær dýrheimi mun mildara yfirbragð en hann hafði haft um langan aldur. ÖIl myndamót í þessari grein hefur þekktur velunnari Náttúrufræðingsins, Eyþór Erlendsson, gefið. Blaðið þakkar honum vinsemdina og vonar, að lesend- ur megi vel njóta skemmtilegra mynda. Ritstj.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.