Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 16
10 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN bjuggu austan hennar, því að upp með ánni að austan stendur bærinn Kaldárholt. Ekkert annað vatnsfall en Þjórsá er þar í grennd, en svo hefur nafngift Flóa- og Skeiðamanna sigrað, þ. e. a. s. þeirra, sem bjuggu vestan árinnar, „utan ár“ eins og það er kallað. Að vísu kemur til greina að nafnið hafi breytzt í gegnum aldirnar, hafi verið Kallaðai'holt, samanber Kallaðarnes við Olfusá, sem síðar breyttist í Kaldaðarnes. Staður þar, sem kallað er á ferju. Hin mikla móða. En hvernig lítur hún svo út þessi mikla móða? mun margur spyrja. Um hásumarið kolbrúnt jökulfljót, en næstum tært berg- vatn í langvinnum þurrkum og kuldatíð, en þó jökulskotin ef betur er að gáð, og stöðugt að flytja til hafs foksand, vikur og cld- fjallaösku, nema þá daga er grunnstingull hefur lagzt í botn og stöðvað allt botnskrið og síað vatnið. Og þó er hún ekki öll þar sem hún er séð. Þjóðsagan segir, að neðarlega í henni séu skrímsli í skötu eða hákarlslíki. Er það nokkur furða þótt hressilega sé sagt frá. Mörgum ferðamanninum á liðnum öldum mun hafa orðið allbilt við að sjá kolsvarta ófreskju rísa upp úr grárri hringiðunni fast upp við borðstokkinn á ferjubátnum, máske í hálfrökkri, og liverfa leiftursnöggt niður í djúpið, áður en þeir, sem ókunnugir voru staðháttum, fengju ráðrúm til að átta sig á, að þarna var aðeins forvitinn selur á ferð. Þótt Þjórsárbrú sé nú staðreynd með 120 tonna burðaiþol, var hún engin til í þúsund ára sögu íslandsbyggðar. Selurinn og laxinn leika sér og hafa leikið í neðri hluta Þjórsár. Urriðafoss veitir selnum fyrir- stöðu. Laxinum tekst að sigrast á fossinum og kaststrengjunum hjá Þjótanda, lax hefur orðið vart upp með Skeiðum. Eldri menn muna lax- og sjóbirtingsgengd í Kálfá, en á síðustu árum hefur aðeins sézt þar fiskur og f'iskur. Neðan við Urriðafoss er sel- og laxveiði til verulegra búdrýginda. Suður með Hofsjökli. Þjóðsagan segir ennfremur, að uppi hjá Sóleyjarhöfðavaði hafi orðið vart skrímsla. Sóleyjarhöfðavað er á Sprengisandsleið suður af Hofsjökli. Þar var áin riðin venjulega, en í miklum vatnavöxtum var farinn Arnarfellsvegur og þvælzt yfir fjölmargar kvíslar úr Hofsjökli í stað þess að reyna við þær sameinaðar á Sóleyjarhöfða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.