Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 16
10 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN bjuggu austan hennar, því að upp með ánni að austan stendur bærinn Kaldárholt. Ekkert annað vatnsfall en Þjórsá er þar í grennd, en svo hefur nafngift Flóa- og Skeiðamanna sigrað, þ. e. a. s. þeirra, sem bjuggu vestan árinnar, „utan ár“ eins og það er kallað. Að vísu kemur til greina að nafnið hafi breytzt í gegnum aldirnar, hafi verið Kallaðai'holt, samanber Kallaðarnes við Olfusá, sem síðar breyttist í Kaldaðarnes. Staður þar, sem kallað er á ferju. Hin mikla móða. En hvernig lítur hún svo út þessi mikla móða? mun margur spyrja. Um hásumarið kolbrúnt jökulfljót, en næstum tært berg- vatn í langvinnum þurrkum og kuldatíð, en þó jökulskotin ef betur er að gáð, og stöðugt að flytja til hafs foksand, vikur og cld- fjallaösku, nema þá daga er grunnstingull hefur lagzt í botn og stöðvað allt botnskrið og síað vatnið. Og þó er hún ekki öll þar sem hún er séð. Þjóðsagan segir, að neðarlega í henni séu skrímsli í skötu eða hákarlslíki. Er það nokkur furða þótt hressilega sé sagt frá. Mörgum ferðamanninum á liðnum öldum mun hafa orðið allbilt við að sjá kolsvarta ófreskju rísa upp úr grárri hringiðunni fast upp við borðstokkinn á ferjubátnum, máske í hálfrökkri, og liverfa leiftursnöggt niður í djúpið, áður en þeir, sem ókunnugir voru staðháttum, fengju ráðrúm til að átta sig á, að þarna var aðeins forvitinn selur á ferð. Þótt Þjórsárbrú sé nú staðreynd með 120 tonna burðaiþol, var hún engin til í þúsund ára sögu íslandsbyggðar. Selurinn og laxinn leika sér og hafa leikið í neðri hluta Þjórsár. Urriðafoss veitir selnum fyrir- stöðu. Laxinum tekst að sigrast á fossinum og kaststrengjunum hjá Þjótanda, lax hefur orðið vart upp með Skeiðum. Eldri menn muna lax- og sjóbirtingsgengd í Kálfá, en á síðustu árum hefur aðeins sézt þar fiskur og f'iskur. Neðan við Urriðafoss er sel- og laxveiði til verulegra búdrýginda. Suður með Hofsjökli. Þjóðsagan segir ennfremur, að uppi hjá Sóleyjarhöfðavaði hafi orðið vart skrímsla. Sóleyjarhöfðavað er á Sprengisandsleið suður af Hofsjökli. Þar var áin riðin venjulega, en í miklum vatnavöxtum var farinn Arnarfellsvegur og þvælzt yfir fjölmargar kvíslar úr Hofsjökli í stað þess að reyna við þær sameinaðar á Sóleyjarhöfða-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.