Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN II vaði. Skrímslið þar efra var í skötulíki. Er þarna sennilega gerður úlfáldi úr mýflugunni. Af skötuormi er yfrið nóg í vötnum og verum á Þjórsársvæðinu. Ég vil ráðleggja þeim, sem fara skemmti- ferð á bílum um liálendið og liafa aldrei séð skötuorm, að aka ekki alltaf eins og skrattinn sé á hælunum á þeim, heldur gefa sér tíma til að athuga land og h'f, og sjá til dæmis hinn síkvika skötu- orm bylta sér við vatnsbakkana. Þetta er enginn I.agaríl jótsormur. Hann er aðeins 2 cm langur, en stendur þó fyrir sínu, því að hann er stærsta dýr í vötnum á Islandi annað en fiskar. Hann tilheyrir smákröbbum og er að útliti til eins og ljóslifandi mynd af skötu. Síðsumars koma sakleysilegar smásytrur norðan af Sprengisandi, úr algerri auðn, ef frá er talin mosabrydding meðfram jjeim á stöku stað. Svo kemur jökulvatnið til sögunnar, Fjórðungskvísl úr Tungnafellsjökli, og fjölmargar kvíslar úr Hofsjökli, sem hér yrði of langt upp að telja, og vex Þjórsá þá ásmegin. Sunnan Hofs- jökuls er Þjórsá jökulá, auravatn af fyrslu gráðu, breið og grunn með sandbleytum. I leysingatíð á sumrin er dagsveifla mikil, við jökul- jaðar ná kvíslarnar hámarki um nónbil, og svo er flóðbylgjan 30 klukkustundir að fara þessa 200 kílómetra til liafs. Verin suður af Hofsjökli beggja vegna Þjórsár heita einu nafni Þjórsárver. Af gróðurfari í Þjórsárverum eru engar ofsögur sagðar. Líffræðilega séð eiga þau engan sinn líka. Þau eru einangruð vin í 600 metra hæð og fjærst sjó allra staða á landi hér, óasi í algjörri eyðimörk. En hver er ástæðan? Uni jvað þori ég ekki að fullyrða. Vatn sígur ekki niður, svo að jörð helst rök út sumarið, gagnstætt Jjví sem gerist á gropnum hraunum og grófum söndum. Þegar dr. Finnur Guðmundsson rannsakaði verin sumarið 1951, fór klaki ekki úr jörðu, e. t. v. er þarna sífreri og þú túndra í hinni þrengstu merkingu. Úr því fæst aðeins skorið með athugunum, sent ná yfir nokkurt árabil, og vart vansalaust að láta það dragast lengur. Blómastóð og stórvaxin hvönn í Arnafellsmúlum og Arnarfells- brekku og graslendi í Nauthaga er ferðamönnum mikið undrunar- efni. Of láir njóta þeirrar paradísar á jörðu. Þjórsá og jökulkvíslar með sandbleytum halda vörð, ásamt fagurgrænum og svipmiklum skriðjöklum í norðurátt. Flestir, sem fara á bílum Sprengisands- veg hinn nýja, leggja leið sína um verin austan ár, Þúfuver og Eyvindarver. Þaðan er furðu auðvelt að sækja í Arnarfell. Norð- austur af Hreysisöldu er lágt fell niður við Þjórsá. Norðvestan undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.