Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 28
22 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ingimar Óskarsson: Risadýr frá miðöld jarðar Það var í október árið 1874, að fregnir bárust til vísindamanna um það, að einkennileg bein hefðu fundizt í jörðu í nánd við „Svörtu hæðir“ í Dakotafylki í Bandaríkjunum. Amerískur prófes- sor, O. C. Marsh, gekk ötulfega fram í því að safna þessum beinum og rannsaka þau. En það var hægara sagt en gert, því að í fyrsta lagi var ekki hægt að komast á staðinn nema í hestvagni, og í öðru lagi hafði herskáum Indíánum verið fengið landsvæði þetta til eignar og umráða. Marsh varð því að semja við Indíánana um það að fá að grafa upp beinin. En þeir notuðu beinin sem verndar- gripi, og þar að auki voru þeir tortryggnir. Héldu þeir að verið væri að leita að gulli í landi þeirra, og það því fremur sem Marsh varð að hafa með sér marga fylgdarmenn og mikinn útbúnað. En með lagni tókst honum að yfirvinna erfiðleikana. Hann fór alls 27 söfnunarferðir og safnaði beinum úr jarðlögum frá Trias-, Jura- og Krítartímanum. En úr hverju voru þessi bein? Þau voru úr stærstu dýrunum, sem nokkurn tíma hafa lifað á jörðinni. Það má gera sér dálitla hug- mynd um þessi útdauðu dýr, ef menn hugsa sér, að stærstu hvala- tegundir, sem nú lifa, væru búnar að fá fætur og stikuðu um þurrlendi jarðar. En þessir risar voru ekki spendýr eins og hvalirn- ir, heldur skriðdýr. Er það hald manna, að krókódílar séu lítil- fjörlegir afkomendur þeirra. En hvernig er unnt að vita, hvernig dýrin litu út með holdi og blóði, þar sem jarðlögin geyma ekki annað af þeim en nakin beinin? Þeir dýrafræðingar, sem lært hafa líffæra- og líkamsfræði, þekkja nokkurn veginn hlutföllin á milli beina og vöðva — vita, að þar sem beinkambar hafa verið, hljóta að hafa verið sterkir vöðvar. Tennurnar gefa til kynna á hverju dýrið hefur lifað, hvort skepnan hefur verið dýra- eða jurtaæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.