Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐ I NGURINN 17 5. mynd. Gamli og nýi tíminn mætast — það er rétt að vissn marki — merkari þáttaskil voru þó milli hinnar óbrúuðu og brúuðu bjórsár 1898. Myndin er tekin 22. marz 1957. — Ljósm. Sigurjón Rist. Rennslissveiflur. Þjórsá vex og minnkar yfirleitt hægt; hún kemur svo langt að. Mikill vatnsgangur getur verið í byggð, án þess að sjái á Þjórsá, þá er annað veðurlag inni á hálendinu. Undir maílok, þegar snjór er allur að hverfa úr Hreppafjöllum og er að þorna um í byggð, vex Þjórsá jafnt og þétt dag frá degi, þá er tekið að leysa inni á Sprengi- sandi. Þegar Þjórsá er blómleg á vordegi mega bændur, sem búa á bökkum liennar, treysta að hún sé þá einnig af fullri lengd. Hinar snöggu vatnsþurrðir, þegar frystir, stafa af jn í, að þá bindst mikið vatn í farveginum, bæði sem ís og svo myndast vatnsfyllur bak við þvergirðingar úr ísi. Korna Jrá Jrrepahlaupskvettur á vissum stöðum. Annars jafnast rennslið hægt og rólega þegar frostið hefur staðið nokkurn tíma. Skeiðaáveitan. Skeiðabændur gerðu áveituskurð úr Þjórsá gegnt Árnessporði. Vatni var fyrst hleypt í hann 1924. Hann reyndist dýrt mannvirki, Jjví að sprengja þurfti skurðinn niður í hraunið. Klöppin fékk

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.