Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 41 Ingólfur DavíÖsson: Tvö mela- og holtablóm 1. Holtasóley (Dryas octopetala). Á vorin eru holt og melar víða þakin stórum, hvíturn blómum holtasóleyja til stórprýði fyrir landið. Holtasóley hefur stólparót, sem vex djúpt niður og nær vel í raka þótt yfirborðið sé þurrt, en erfitt er að flytja hana. Stönglar eru trékenndir, greinóttir, liggja flatir við jörð og geta orðið langir, og myndar jurtin oft stórar breiður, sem þó eru fremur gisnar, svo að ýmsar aðrar jurtir geta vaxið innan um. Blöð sitja þétt á greinaendunum. Þau eru frem- ur smá, egglaga eða aflöng, gróftennt, leðurkennd, gljáandi á efra borði, en silfurhvít af þéttum hárum að neðan. Hárin draga mjög úr útgufun. Öll varaopin eru á neðra borði og í þurrki verpast blaðrendurnar niður, svo enn meir dregur úr útgufun. Enda þolir lioltasóley þurrk prýðilega, en góða birtu þarf luin. Hið leður- kennda, dökkgræna efra borð blaðanna þolir vel sandfok og einnig slit af völdum hjarnskara á vetrum. Henni hæfir vel vindblásin holt og melar, þar sem birta er nóg og ekki mjög mikil samkeppni ann- arra jurta, er gætu vaxið henni yfir höfuð. Holtasóley ber stór blóm með 8 hvítum krónublöðum og 8 bik- arblöðum, brúnloðnum að neðan. 8 er sjaldgæf blómblaðatala. Gul- ir frjóhnappar auka á fegurð blómanna. Blómin sitja eitt og eitt á blómstilkunr, sem fyrst eru stuttir, en lengjast mjög, er aldin tekur að þroskast, og geta orðið 10—15 cm að lengd að lokum. Við aldinþroskunina vex svifhali út úr hverju smáaldini (hnetu). Eru þeir fym snúnir saman, en breiðast út í sveip að síðustu. Kallast þá blómið hármey eða hárbrúða. Svifhalarnir eru flugtæki og geta hneturnar svifið á þeim langar leiðir fyrir vindi og dreifzt þannig. Margt er furðulegt við holtasóley. í hinum trékenndu stönglum hennar hafa verið taldir um eða yfir 100 árhringir. Voru hinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.