Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 22
16 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN stiflan verki eins og hinam landfrœðilegu aðstæðum til ihleðslu árinnar neðan Búrfells sé skotið upp fyrir, má ekki henda, þar er ekkert rými til slíks. Þjórsá i byggð. Á láglendinu er farvegur Þjórsár mjög óreglulegur. Hann er bugðóttur, misbreiður, með eyjum og hólmum. Skiptast á breiðir sand- og aurakaflar með hægum straumi, skerjóttir hraunflákar með þverbrotum og flúðum og svo þrengsli með hávöðum og smáfossum. Árnes, sem Árnessýsla dregur nafn sitt af, er ekki leng- ur réttnefni. Það er ekkert nes, heldur eyja, sú stærsta í Þjórsá. Talið er fullvíst, að þarna hafi verið hið forna þinghald; benda örnefni til þess. Næstum öll eyjan tilheyrir Gnúpverjahreppi og þar með Árnessýslu eins og vera ber. Sýslumörkin liggja um gaml- an, en nú lengst af þurran vatnsfarveg, og sneiða ofurlitla skák, svonefnda Lækjarey, úr Árnesinu að suðaustan. Þótt „ytri kvíslin“, ,,vestur-kvíslin“, sem Búðafoss er í, flytji nú aðalvatn Þjórsár, er það engin goðgá að álykta, að þar sem farvegur hennar er nú, hafi verið þurrt land á söguöld, og er Árnes þá réttnefni. Gera má ráð fyrir, að hrönn hafi fyllt eystri farveginn hvað eftir annað og spennt árvatnið vestur til Kálfár, og svo hefur Þjórsá einnig farið þá leið í stórílóðum. Haftið vestur í Kálfárfarveg var stutt og auð- grafið, enda töluvert fall á ekki lengri leið. Hin hægfara dulda þróun hefur svo verið að verki um aldaraðir, og er það enn. Ytri kvíslin bætir við sig smátt og smátt, rænir frá þeirri eystri. Þjórsá hefur víðar fært sig um set. Niður undir sjó stóð bærinn Traustaholt á hægri bakka árinnar, þ. e. a. s. vesturbakkanum, Ár- nessýslumegin. Snemma á 18. öld skar hún Traustaholt frá vestur- landinu. Sagt er að hún hafi hlaupið í skurð, sem bóndinn hafi gert til að ná vatni á engjar. Nú er þar aðalállinn. Á undanförnum öldum hefur oft þurft að hopa til vesturs með bæinn Mjósyndi; áin er nefnilega ágeng við vesturbakkann, ekki einvörðungu niður í Flóa heldur líka uppi á Skeiðum. Ef til vill er Þjórsá ekki komin í sátt við hraunið, sem ýtti henni rækilega til austurs fyrir átta þús- und árum. En hitt er þó sennilegra, að hér sé að verki hið algilda lögmál stórfljóta, .vem falla til suðurs á norðurhveli jarðar, ,,að þau gral'a vesturbakkann”. Því veldur svigkraftur, sem orsakast af snúningi jarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.