Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 26
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURJNN Sandrif og grynningar voru oft á milli ála, þegar lágt var í, svo að sullsamt var að flytja þar vörur. Á vetrum var Þjórsá farin á ísi nálægt ferjustaðnum. Þjórsá lokast fljótt á haustin á hinum grunna, breiða, straumlitla aurakafla niðri í Flóa. ís liggur þar meirihluta vetrar, þótt hún sé opin annars staðar. Það venjulega er, að straum- vök hel/.t óslitin frá Búrfellshrönn að Urriðafosshrönn. Ófær með öllu var áin í nokkra daga meðan hana var að leggja og svo aftur við ísabrot. Hjá Egilsstöðum, sem eru ofar en Sandhólaferja, er annar ferju- staður, einmitt þar sem áin kemur út úr gilkjaftinum hjá Þjótanda og tekur að slá sér út á sandinn. Þar var venjulegast lireint landa á milli, og því hentugur staður til vöruflutninga, enda var ferjan notuð mikið á 18. og 19. öld. Þegar vorverzlunarferðir stóðu sem hæst, voru iðulega sundlögð þar á annað hundrað lirossa á dag. Þá var ferja í Króki í Holtum, þ. e. a. s. núverandi Ásahreppi. All- strangur ferjustaður. En olar að Kaldárholti í Holtum, var ferja um nokkurt árabil, en þar er áin á sandeyrum í tvennu eða þrennu lagi og því aðeins notliæfur ferjustaður fyrir smáskektu. Þá hefur verið um margar aldir lögferja og er enn að Þjórsárholti í Gnúp- verjahreppi á svonefndum Hrosshyl eins og áður er sagt. Nokkuð strangur ferjustaður, en hentugur fyrir samgöngur í uppsveitum. Margir erlendir ferðamenn hafa farið þar yfir Þjórsá. Á liðnum öldum lögðu „reisendur“ gjarnan leið sína frá Geysi þvert yfir Hreppa til Heklu. Ferjumenn á Þjórsá tóku starf sitt alvarlega og bátarnir voru traustir og þeim vel við haldið. Þetta kemur glöggt fram í erlend- um ferðabókum um ísland. Lofsorði er allajafna lokið á ferju- menn Þjórsár, dáðst er að stillingu þeirra og festu, í návist þeirra breyttist langvinnur kvíði í öryggiskennd. En Þjórsá sjálf þótti ærið éúrýnileg. Hún hefur líka tekið sínar fórnir, en þær geta þó naumast talizt miklar, þegar tekið er tillit til alls þess manngrúa, sem yfir hana fór. Hjálpar þar nokkuð að lundarfar manna er svo, að menn þola vel að vera veðurtepptir við stórfljót, þó að þeir uni ei að snúa frá eða hika við smáár, illfærar í vexti. Lögferjuna á Þjórsá í Þjórsárholti nota nú fáir, eða aðeins þeir, sem ferðast fótgangandi, á reiðhjóli og svo hestamenn, en þeir eru í algjörum minnihluta, flestir eru á bílum og aka Jrá krókinn niður á brú. Stærsti ferðamannahópurinn, sem notaði ferjuna að Þjórsárholti í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.