Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 44
38 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURI N N Þorgcir Jakobsson: Kinnarfell og LjósavatnsskarÖ Margt er það í jarðmyndun Þingeyjarsýslu, sem mjög er óljóst, og greinir jarðfræðinga á um ýmislegt í því efni. Það er líka eðli- legt, þar sem jafn byltingarkenndir atburðir og eldgos hafa verið ríkur þáttur í gerð jarðlaga sýslunnar. Það hefur löngum sótt á mig að reyna að gera mér grein fyrir því, hvaða öfl hafi átt þátt í að móta landslag það, sem fyrir augu mín hefur borið. Þessi smágrein er tilraun til að skýra fyrirbæri, sem mér hafa fundizt stangast á, en með þessari skýringu virðast geta fallið saman. Sumarið 1965 átti ég nokkuð oft leið um Ljósavatnsskarð og fór þá að hugsa um, hvers vegna svo mikið bæri þar á jökulöldum frá síðasta jökulskeiði ísaldar, þar sem þær í Bárðardal og Köldukinn eru mjög lítið áberandi. Að vísu hafa hraunstraumar runnið um Bárðardal oftar en einu sinni, en þó ættu að sjást rnerki eftir jökulruðning syðst í Kinn eða meðfram Fljótslieiði vestanverðri um bæina Ingjaldsstaði og Fljótsbakka. í Reykjadal og Laxárdal, næstu dölum austan við, eru slíkar menjar mjög áberandi. Hvað veklur því, að skriðjökull leggur leið sína um Ljósavatns- skarð, en ekki hina eðlilegu stefnu til sjávar, sem Skjálfandafljót fylgir nú? Þessari spurningu var ég að velta fyrir mér í áætlunar- bílnum, sem leggur leið sína norður Kinn. Kinnarfellið blasti við út um gluggann með sínum tveirn hnjúk- um. Er ekki fellið gamalt eldfjall, sem stíflað hefur Bárðardalinn og valdið því, að vötn og jökulskrið hefur lagt leið sína vestur Ljósavatnsskarð? Eins og gengur, þegar nýjar hngmyndir skjóta upp kollinum, sækja þær stöðugt á og leita skýringa, ef tiltækar eru. Fyrst lá fyrir að skoða Kinnarfell. Það er um 7 kílómetra langur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.