Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 42
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN 36 Ekki vara eituráhrifin mjög lengi og geta varla talist hættuleg. En þetta nægir jnrtinni til varnar gegn dýrum. Sumar aðrar jurtir erlendar líkjast netlu svo mjög að erfitt er óvönum að greina þær frá í fljótu bragði. Dýr- in forðast þá einnig þessar jurtir, svo þetta er verndarliking. Brenninetla er illgresi, sem vex all- víða í görðum, kringum bæi og á sorp- haugum. Hefur t. d. verið magnað iligresi í sandgörðum á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Brenninetla er ein- ær jurt, sem sáir sér allmikið, 20—40 cm á hæð að jafnaði. Blöðin spor- baugótt eða oddbaugótt, ljósgræn. Stórnetla er fjölær jurt og miklu stórvaxnari með dökkgræn eða hjarta- laga blöð. Blómskipunin löng og hang- andi. Stórnetla vex hér og hvar við bæi og í kaupstöðum. Sums staðar líka á ruslahaugum og við gömul fjárbæli. Er öðru hvoru að slæðast til landsins eins og brenninetlan. Hefur og fundizt við gamlar hvalveiðistöðvar Norðmanna, t. d. á Eyri í Seyðisfirði vestra. Stór- netla er sérbýlisjurt og hafa aðallega kvenjurtir fundizt hér á landi. Breiðist einkum út með jarðsprotum, en mun þó geta sáð sér. Sveppa- strönglar koma stundum í blómskipanirnar. Netlan vex venjulega í stórum, þéttum breiðum og tekur meðalmanni í mitti eða meir. Á stöku stað er hún ræktuð við garða, utan girðingar, sem hún hylur grænum skrúða á sumrin. Netlan þarf góðan jarðveg, auðugan að köfnunarefni. Stórnetla er gtímul vefnaðarjurt og hefur e. t. v. verið flutt inn til ræktunar á landnámsöld. Hefur líka snennna slæðzt hingað með varningi. Basttrefjarnar í netlustönglunum voru notaðir til framleiðslu nelludúks, einkum á 12.—18. öld, á svipaðan hátt og hörtrefjar. Hálsklútar t. d. voru oft ofnir úr netlutrefjum. Netlu- knippi hafa fundizt allt lrá 5.-8. öld í uppgröfnum fornleifum (skipum) í Noregi. Enn er netlan notuð sem vefjarjurt sums staðar í S- og Austur-Evrópu. En sumur vefnaður, sem kallaður er netlu- .... • - -fir m 2. mynd. Tvíbýlisnetla.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.