Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 12
um. Sigurvegari í tugþraut er allajafna talinn glæsilegasti og mesti íþróttamaðurinn. Nú skulum við gera tugþrautarsamanburð á ánum: 1. Þjórsá er lengsta á landsins, hvernig sem talið er. Ef talið er frá upptökum bergvatnskvíslarinnar, er hún 230 km, en sumir telja nyrztu og austustu kvíslina úr Hofsjökli Þjórsá sjálfa (sú kvísl kemur undan jöklinum sunnan við Klakk) og þá er lengd Þjórsár 210 km. Jökulsá á Fjöllum er næst- lengst, 206 km. Ölfusá-Hvítá með upptökum norðarlega á Kili er 185 km. Athuga ber þó, að það vatn, sem á lengsta leið til sjávar á Islandi, l'ellur sem regn eða snjór á hájökul Vatna- jökuls og fer með Jökulsá á Fjöllum til norðurs. 2. VatnasviÖ Þjórsár er 7530 km2 eða 7,2 hundruðustu af flatar- máli alls landsins. Þarna er hún önnur í röðinni, næst á eftir Jökulsá á Fjöllum, sem hefur, að því er næst verður komizt, 7950 km2 vatnasvið. Sú þriðja er Ölfusá með 6100 km.2 3. Að langtímameðalrennsli er Þjórsá næstvatnsmesta áin, eins og áður er sagt. Ölfusá skipar fyrsta sæti. Rennsli Ölfusár hjá Selfossi síðastliðin 14 ár var 384 m3/s, en Þjórsár hjá Urriða- fossi 368 á sama tíma. Þótt vatnasvið Jökulsár á Fjöllum sé stærst, lendir hún í þessu tilliti í fjórða sæti á eftir Kúðafljóti. 4. Mestu flóð í Þjórsá, síðan samfelldar mælingar hófust fyrir 18 árum, voru í marz 1947 og júní 1949 og lágu þau bæði á fjórða þúsundinu. Það eru mestu flóð í ám á íslandi að frátöldum jökulhlaupum úr Grímsvötnum og Grænalóni. Kalta hefur ekki kornið enn, nema hlaupskvetta í júní 1955, sem nálgaðist stórflóð Þjórsár. 5. Jökulárnar og ár foksandsvæðanna eru dugmiklar við að rífa niður og byggja upp eða skola landinu til hafs. Um afköst þeirra vitum við harla lítið. Ef farið er eftir niðurstöðum síð- ustu tveggja ára er Jökulsá á Dal í fyrsta sæti og ber hátt. Á þessum tíma helur verið gangur í Brúarjökli. Jökulsá á Fjöll- um er í öðru sæti með röskar 5 millj. tonna af aur á ári og þá Þjórsá með 4,5 milljónir eða 0,4 grömm í lítra. í venju- legum vetrarflóðum, en þau eru rnáske 2 eða 3 á vetri, hefur hún borið fram á fjórum sólarhringum 300 þús. tonn af aur. 6. í engri á landsins er eins ferleg ismyndun og issöfnun sem i Þjórsá. Hjálpast þar margt að: mjög breiður og grunnur lar-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.