Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 36
30 NÁTTÚRUFRÆÐ I NGURI NN eggjaræninginn. Fundu leiðangursmenn beinagrind af eðlunni yfir lireiðri frumhyrningsins. Sennilega hefur sandbylur orðið þjófnum að bana, þegar hann var í þann veginn að innbyrða eggin. Beinagrindur af svo nefndum nefeðlum (Corythosaurus) liafa fundizt í Norður-Ameríku, í Síberíu og í Kína í jarðlögum, sem eru til orðin seint á Krítartímanum. Nafn sitt liafa eðlur þessar fengið af því, að skoltarnir á þeim eru teygðir fram í eins konar nef, ekki ósvipuðu andarnefi. Margar tegundanna voru vatnadýr og höfðu sundfit á milli tánna. Nokkrar þeirra voru með stóran kamb ofan á hausnum. Glæsilegasti fulltrúi nefeðlanna var andar- eðlan (Trachodon). Hún var um 10 metrar á lengd og 4 metrar á hæð — allra myndarlegasta önd það! Goggurinn var tenntur og stóðu tennurnar í þéttum röðum, allt að 2 þúsund talsins. Aftur- fæturnir voru mun stærri og sterklegri en framfæturnir, og hefur eðlan sennilega notað þá mest til gangs. Hún lifði á safaríkum vatnajurtum, enda haldið sig mest í vatni. Andareðlur hafa ein- göngu lundizt í krítarlögum Norður-Ameríku. Á rniðöld jarðar hafa lifað allmargar tegundir af eðlum, sem voru kjötætur, og áttu þær aðallega heima í sjó, þó sennilega á grunnsævi. Flestar voru skepnur þessar illvígar og lifðu á ránum, enda hafa þær verið nefndar ráneðlur. Samtímis andareðlunni var uppi ein hin ægilegasta ráneðla jarðsögunnar: Tyrannosaurus. Eðla þessi var um 15 rnetrar á lengd og 5 metrar á hæð. Hausinn var einn metri á lengd, og ginið afarvítt með 15 cm löngum tönn- um í tveim röðum. Afturfæturnir voru afar sterklegir, og á þeirn gekk dýrið hálfupprétt, því að framlimir þess voru svo smáir, að þeir komu að litlu haldi. Rófan var löng og aflmikil. Tvær heil- 5. mynd. Hvaleðla (beinagrind).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.