Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 36
30 NÁTTÚRUFRÆÐ I NGURI NN eggjaræninginn. Fundu leiðangursmenn beinagrind af eðlunni yfir lireiðri frumhyrningsins. Sennilega hefur sandbylur orðið þjófnum að bana, þegar hann var í þann veginn að innbyrða eggin. Beinagrindur af svo nefndum nefeðlum (Corythosaurus) liafa fundizt í Norður-Ameríku, í Síberíu og í Kína í jarðlögum, sem eru til orðin seint á Krítartímanum. Nafn sitt liafa eðlur þessar fengið af því, að skoltarnir á þeim eru teygðir fram í eins konar nef, ekki ósvipuðu andarnefi. Margar tegundanna voru vatnadýr og höfðu sundfit á milli tánna. Nokkrar þeirra voru með stóran kamb ofan á hausnum. Glæsilegasti fulltrúi nefeðlanna var andar- eðlan (Trachodon). Hún var um 10 metrar á lengd og 4 metrar á hæð — allra myndarlegasta önd það! Goggurinn var tenntur og stóðu tennurnar í þéttum röðum, allt að 2 þúsund talsins. Aftur- fæturnir voru mun stærri og sterklegri en framfæturnir, og hefur eðlan sennilega notað þá mest til gangs. Hún lifði á safaríkum vatnajurtum, enda haldið sig mest í vatni. Andareðlur hafa ein- göngu lundizt í krítarlögum Norður-Ameríku. Á rniðöld jarðar hafa lifað allmargar tegundir af eðlum, sem voru kjötætur, og áttu þær aðallega heima í sjó, þó sennilega á grunnsævi. Flestar voru skepnur þessar illvígar og lifðu á ránum, enda hafa þær verið nefndar ráneðlur. Samtímis andareðlunni var uppi ein hin ægilegasta ráneðla jarðsögunnar: Tyrannosaurus. Eðla þessi var um 15 rnetrar á lengd og 5 metrar á hæð. Hausinn var einn metri á lengd, og ginið afarvítt með 15 cm löngum tönn- um í tveim röðum. Afturfæturnir voru afar sterklegir, og á þeirn gekk dýrið hálfupprétt, því að framlimir þess voru svo smáir, að þeir komu að litlu haldi. Rófan var löng og aflmikil. Tvær heil- 5. mynd. Hvaleðla (beinagrind).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.