Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 30
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN í jarðlagi frá Júratímanum og gæti því verið 150—160 milljón ára gömul. Lengd beinagrindarinnar var um 20 metrar. Staðurinn, þar sem beinagrindin fannst, var undir austurhlíðum Klettafjalla. En þar er víðáttumikið svæði, sem var auðugt af beinagrindum ýrnissa skriðdýra og spendýra. Þórseðlan hefur verið gildvaxið og fremur klunnalegt dýr með fjóra fætur og tiltölulega háfætt. Hvert fótspor jress reyndist vera um einn metri að flatarmáli. Hálsinn var langur og sterklegur, en höfuðið lítið, enda hefði þurft mikið vöðvaafl til að bera stórt höfuð á svo löngum hálsi. Heilabúið hefur þvi verið lítið. Og ef gáfurnar lara eftir stærð heilans, þá hafa þær vissulega verið af skornum skammti hjá þórseðlunni. En til uppfyllingar var annar heili í hryggnum aftur á lend — tvöfalt til þrefalt stærri en heilinn í höfðinu. Áætluð þyngd dýrsins er a. m. k. 30 smálestir. Svo að eðlan yrði ekki allt of þunglamaleg til gangsins, sá náttúran um það að hafa holrúm í hryggjarliðunum og fleiri beinum án þess þó að rýra styrkleika beinanna. Enda þótt menn gætu farið nærri um það, hvernig holdið var á beinagrindinni, þá var eftir að sjá út rétta lögun og limaburð dýrsins. Hvað fæturna snertir, höfðu sumir dýrafræðingar fætur fílsins til fyrirmyndar og létu hinn mikla búk livíla á fjórum, sterkum stoðum. Aðrir álíta að fæturnir hafi verið bognir um olnbogana og hnén, og hefur þá dýrið verið dálítið útskeift. Hér verður ekki lagður dómur á það, hvorir hafi rétt fyrir sér. Við uppsetningu á eðlunni hefur hálsinn verið hafður S-beygð- ur í líkingu við strútsháls. Álitið er, að þórseðlan hafi verið hægfara dýr. Hún var jurtaæta, það sýna tennurnar. Hún hafðist við í flóum, í fenjum eða vötnum og nærðist á safaríkum plöntum, sem þar uxu. Svona stór skepna hefur þurft ósköpin öll að eta. Reiknað hefur verið út, að hún hafi varla kornizt af með minna en um 400 kg á dag. Álitið er að eðla þessi hafi getað verið á kafi í vatni, þegar því var að skipta, og hefur það verið henni mikil vörn gegn grimmum ráneðlum, sem lifðu á landi. Menn halda, að þórseðlan liafi getað lifað í 200 ár. Eullkomin beinagrind af henni er til á Náttúrugripasafni New York-borgar. Þórseðlan telst til hinna svokölluðu trölleðla, sem á vísindamáli kallast Dinosaurus. Deinos þýðir hræðilegur og sauros þýðir eðla. Náskyldur þórseðlunni er Diplodocus; mætti nefna eðlu þessa þórs- eðlubróður. Beinagrindur úr þeirri trölleðlu eru vel þekktar. Hafa

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.