Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFR Æ ÐINGURINN 43 Holtasóley var einkennisjurt og leiðiþráður og er bæði gróður- og jarðfræðisögulega merkileg. Minnist þess þegar þið dáist að feg- urð hennar á vorin. Á íslandi er holtasóley algeng á láglendi og allliátt upp í hlíðar á berangri liolta og mela. í hlýrri löndum hefur hún víða orðið að víkja fyrir skógi og grózkumiklum jurtum, sem skyggja á og vaxa henni yfir höfuð. Allmikinn hita þolir hún, það sýna nokkrir vaxta- staðir hennar, t. d. við Langesund í Noregi, en }i>ar vex hún á strandklöppum, sennilega frá fornu fari, en rnikið er samt deilt um þann vaxtarstað. Erlendis er hún talin þrífast bezt í kalk- kenndri jörð, en ekki er slíku til að dreifa hér, en e. t. v. á hið mikla áfok hérlendis þátt í þrifum hennar? Holtasóley hefur svepprót, þ. e. sveppaþræðir vefjast um rætur hennar og auðvelda sennilega upptöku köfnunarefnissambanda. Og e. t. v. eru á rótum hennar gagnlegir gerlahnúðar, líkt og á smára og öðrum ertublómum, og vinna köfnunarefni úr loftinu. Holtasóley vex hin grózkulegasta í skeljasandi niður við sjó i Norður-Noregi og hér og hvar á grýttum stöðum þar og víða annars staðar í norðlægum löndum og uppi í flestum fjallgörðum álfunn- ar allt suður á Ítalíu, Balkanskaga og Kákasus. Ennfremur á Græn- landi og í Klettafjöllum N.-Ameríku. Holtasóley er rósaættar og hin fegursta „rós“ íslenzku melanna. 2. Lambagras (Silene acaulis). I maí og júní gefur að h'ta ljósrauða smábletti á melum og holt- um. Þetta er blessað lambagrasið, sem vex í flötum torfum eða ávölum smáþúfum, undurfagurt á að líta í blómi. „Þúfurnar" eru aðeins 2—8 cm á hæð, mjög misbreiðar, gerðar úr allþéttum grein- óttum sprotum, með mjó blöð, alsettar nær legglausum blómum, svo að Ijósrauð, eða sjaldnar nærri hvít, þúfan sést langt að. Blómin ilmandi og hunangsrík og sækja fiðrildi o. fl. skordýr í þau. Hver þúfa er ein jurt með gildri stólparót undir. Gengur rótin djúpt niður (50 cm eða meir). Aðeins neðsti hluti rótarinnar sýgur nær- ingu úr jarðveginum, en efri hlutinn geymir næringarforða. Mjög erfitt er að grafa upp lambagras með óskertri rót, en rótarbroddur- inn þarf að fylgja með, ef jurtin á að lifa til gróðursetningar. Rótin var fyrrum kölluð holtarót eða harðaseigjur og var hagnýtt til matar í hallærum, en ekki þótti hún góð. „Allt er matur, sem í rnagann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.