Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 49
NÁTTÚRUFR Æ ÐINGURINN 43 Holtasóley var einkennisjurt og leiðiþráður og er bæði gróður- og jarðfræðisögulega merkileg. Minnist þess þegar þið dáist að feg- urð hennar á vorin. Á íslandi er holtasóley algeng á láglendi og allliátt upp í hlíðar á berangri liolta og mela. í hlýrri löndum hefur hún víða orðið að víkja fyrir skógi og grózkumiklum jurtum, sem skyggja á og vaxa henni yfir höfuð. Allmikinn hita þolir hún, það sýna nokkrir vaxta- staðir hennar, t. d. við Langesund í Noregi, en }i>ar vex hún á strandklöppum, sennilega frá fornu fari, en rnikið er samt deilt um þann vaxtarstað. Erlendis er hún talin þrífast bezt í kalk- kenndri jörð, en ekki er slíku til að dreifa hér, en e. t. v. á hið mikla áfok hérlendis þátt í þrifum hennar? Holtasóley hefur svepprót, þ. e. sveppaþræðir vefjast um rætur hennar og auðvelda sennilega upptöku köfnunarefnissambanda. Og e. t. v. eru á rótum hennar gagnlegir gerlahnúðar, líkt og á smára og öðrum ertublómum, og vinna köfnunarefni úr loftinu. Holtasóley vex hin grózkulegasta í skeljasandi niður við sjó i Norður-Noregi og hér og hvar á grýttum stöðum þar og víða annars staðar í norðlægum löndum og uppi í flestum fjallgörðum álfunn- ar allt suður á Ítalíu, Balkanskaga og Kákasus. Ennfremur á Græn- landi og í Klettafjöllum N.-Ameríku. Holtasóley er rósaættar og hin fegursta „rós“ íslenzku melanna. 2. Lambagras (Silene acaulis). I maí og júní gefur að h'ta ljósrauða smábletti á melum og holt- um. Þetta er blessað lambagrasið, sem vex í flötum torfum eða ávölum smáþúfum, undurfagurt á að líta í blómi. „Þúfurnar" eru aðeins 2—8 cm á hæð, mjög misbreiðar, gerðar úr allþéttum grein- óttum sprotum, með mjó blöð, alsettar nær legglausum blómum, svo að Ijósrauð, eða sjaldnar nærri hvít, þúfan sést langt að. Blómin ilmandi og hunangsrík og sækja fiðrildi o. fl. skordýr í þau. Hver þúfa er ein jurt með gildri stólparót undir. Gengur rótin djúpt niður (50 cm eða meir). Aðeins neðsti hluti rótarinnar sýgur nær- ingu úr jarðveginum, en efri hlutinn geymir næringarforða. Mjög erfitt er að grafa upp lambagras með óskertri rót, en rótarbroddur- inn þarf að fylgja með, ef jurtin á að lifa til gróðursetningar. Rótin var fyrrum kölluð holtarót eða harðaseigjur og var hagnýtt til matar í hallærum, en ekki þótti hún góð. „Allt er matur, sem í rnagann

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.