Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 44
38 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURI N N Þorgcir Jakobsson: Kinnarfell og LjósavatnsskarÖ Margt er það í jarðmyndun Þingeyjarsýslu, sem mjög er óljóst, og greinir jarðfræðinga á um ýmislegt í því efni. Það er líka eðli- legt, þar sem jafn byltingarkenndir atburðir og eldgos hafa verið ríkur þáttur í gerð jarðlaga sýslunnar. Það hefur löngum sótt á mig að reyna að gera mér grein fyrir því, hvaða öfl hafi átt þátt í að móta landslag það, sem fyrir augu mín hefur borið. Þessi smágrein er tilraun til að skýra fyrirbæri, sem mér hafa fundizt stangast á, en með þessari skýringu virðast geta fallið saman. Sumarið 1965 átti ég nokkuð oft leið um Ljósavatnsskarð og fór þá að hugsa um, hvers vegna svo mikið bæri þar á jökulöldum frá síðasta jökulskeiði ísaldar, þar sem þær í Bárðardal og Köldukinn eru mjög lítið áberandi. Að vísu hafa hraunstraumar runnið um Bárðardal oftar en einu sinni, en þó ættu að sjást rnerki eftir jökulruðning syðst í Kinn eða meðfram Fljótslieiði vestanverðri um bæina Ingjaldsstaði og Fljótsbakka. í Reykjadal og Laxárdal, næstu dölum austan við, eru slíkar menjar mjög áberandi. Hvað veklur því, að skriðjökull leggur leið sína um Ljósavatns- skarð, en ekki hina eðlilegu stefnu til sjávar, sem Skjálfandafljót fylgir nú? Þessari spurningu var ég að velta fyrir mér í áætlunar- bílnum, sem leggur leið sína norður Kinn. Kinnarfellið blasti við út um gluggann með sínum tveirn hnjúk- um. Er ekki fellið gamalt eldfjall, sem stíflað hefur Bárðardalinn og valdið því, að vötn og jökulskrið hefur lagt leið sína vestur Ljósavatnsskarð? Eins og gengur, þegar nýjar hngmyndir skjóta upp kollinum, sækja þær stöðugt á og leita skýringa, ef tiltækar eru. Fyrst lá fyrir að skoða Kinnarfell. Það er um 7 kílómetra langur

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.