Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 20
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN séu svo mikil, að ekki sé ráðlegt að virkja ána þar, en þá er lítið samræmi í því, að gleyma næstum að h'ta á Gljúfurleitarfoss inni í Gljúfurleit, hinum fagra fjallasal. Á vetrum er straumvök milli höfuðísa á þessum bratta kafla árinnar. En á hallalitla aurasvæð- inu í dalnum neðan við Gljúfurleit og fram að Tungnaá liggur lagnaðarís Jangtímum saman á vetrum. Tungnaá og Tungnaárhraun koma úr austri. Rækilega skiptir um er Búðarhálsi sleppir; þar kemur Tungnaá og Tungnaárhraun til sögunnar. Tungnaá er vatnsmeiri en Þjórsá, þegar þær koma saman. Þjórsá er að meðaltali um 130 m3/s eða ámóta vatnsfall og Hvítá við Gullfoss, en Tungnaá er 50 m3/s meiri eða 180. Á einstökum flóðadögum veitir Þjórsá þó betur, því að dragáreinkenni hennar eru sterkari en Tungnaár. Á allri leiðinni frá Tungnaármynni til sjávar hala hraunflóð lirakið Þjórsá úr fornum farvegi Itennar. Farvegur sá, sem Þjórsá rennur nú í á láglendinu, er því ungur og ber öll merki þess. Lengsti hraunstraumurinn er nefndur Þjórsárhraun. Hann er úr gosstöðvunum lijá Hófsvaði á Tungnaá og liefur runnið 130 km veg, eða alla leið í sjó fram, ltjá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þjórsár- hraun er átta þúsund ára gamalt, að því er Guðmundur Kjartans- son telur í grein í Náttúrufræðingnum.1) Aldursákvörðunin var gerð með karbon-14-aðferðinni. Skammt neðan Tungnaármynnis lendir Þjórsá ofan á öllum hraununum, og flæðir ofan á þeim um stund eða niður að Búrfelli. Þessi kafli er einn sérkennilegasti ár- farvegur á íslandi: Nær þráðbeinn, mjög breiður eða 300 til 400 metrar, en grunnur. Það brimar á staksteinóttum hraunklappar- botni og vatnsdýpið má teljast jafnt landa á milli. Halli árinnar er rennslislialli hraunstraumsins, vatnslrraðinn er þarna 1—2 m/sek. Þegar litið er í ánni er vatnsdýpið nálægt 50 cm. Veitist þá full- frískum manni létt að ganga þarna yfir ána, hvar sent er. En þegar nokkur vöxtur er í vatni er hún kolófær. Svo grunnur er farvegur- inn, að í vatnavöxtum verður Búrfell og næsta nágrenni eyja, kvíslar úr Þjórsá fara vestur yfir Haf til Rauðár og síðan til Fossár í Þjórsárdal, sem fellur í Þjórsá. Þetta gerðist til dæmis núna í 1) Náttúrufr. 3. hefti 1964.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.