Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 14
218
NÁTTÚ R U F RÆÐIN G U RIN N
fleygur á milli fláandi veggjanna, h. u. b. mannhæð fyrir neðan
brún. Oftast mun sá steinn upp úr vatni, og við síðustu komu
mína þarna, 10. ágúst 1970, var um 25 cm hátt loft undir hann,
en einnig hef ég séð flauminn brjóta á honum í vatnavöxtum.
Gerlegt er að klifra niður á steininn og konrast þá leið yfir ána, en
mjög óráðlegt í erindisleysu, því að klöppin er hál.
Lítinn vafa tel ég á því, að steinn þessi sé kominn á sinn stað
af manna völdum, honum hafi verið velt í gjána í því skyni að
brúa hana. Ekki þyrfti nú nema annan álíka stein við hliðina á
þessum, til að þar væri komin traust undirstaða undir garð úr
grjóti og torfi yfir gjána í ánni. Mætti raunar einnig notast við
hrísbagga tir skóginum, sem þarna er báðum megin ár. Brú, gerð
með þessum frumstæða hætti, gæti orðið mjög sæmileg yfirferðar
bæði gangandi mönnum og hestum.
Raunar höfum við, einnig í Biskupasögum, orð sjálfs Jóns Hall-
dórssonar fyrir því, að þarna var gerð brú af þessu tagi, einmitt
um það leyti, er hann var staddur í nágrenninu, við nám í Skál-
holtsskóla. Svo segir x framhaldi af sögunni um steinbogabrotið:
„Löngu síðar, hér um anno 1680, tóku sig saman bændur í
Biskupstungum, Jón Jónsson smiður í Miklaholti og aðrir fyrir-
menn sveitarinnar, veltu stórum björgum ofan í árþrengslin til
að koma upp aftur brúnni á ána og hlaða liana upp. En þá vatna-
vextir verða miklir á vetrum, brjóta þau oft af þetta forverk, og
Jrarf aftur við umbótar hvað eftir annað.“
Vel gæti steinninn í gjánni verið leifar af Jxví „forverki" fyrir-
manna í Biskupstungum, sem hér var sagt frá. — Á 19. öld (og ef
til vill fram yfir síðustu aldamót?) var enn brú á gjánni í Brúar-
fossi, en með nokkru írýtízkulegra sniði, Jrví að hún var úr tré.
Báðir brúarsporðarnir voru í grunnu vatni uppi á gjábörmunum,
en um mannhæð niður að vatni undir miðri brúnni (3. mynd).
Enn sjást merki þessaiar brúargerðar: járnbolti rekinn í klöppina
á eystra gjárbarminum. í keng á boltaendanum hanga slitrur af
gildum vírkaðli, sem brúarsporðurinn hefur væntanlega verið fest-
ur með.
Ekki fer milli mála, að Jón Halldórsson telur brúna, sem lxrotin
var af Brúará 60 árum áður en hann fæddist, liafa verið steinboga
í Jreirri merkingu, sem er skilgreind í byrjun Jressarar greinar; „sú
sjálfgerða brú eða steinbogi" eru hans orð. Samt hef ég sterkan