Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 20
224 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN yfir hann. Ókleifur klettur er upp frá boganum að sunnanverðu. Hjá steinboganum eru gangar úr líparíti og biksteini, og sjálfur er hann úr bergi, sem líkist biksteini." Næst kom ég að Barnafossi nokkrum sinnum sumarið 1963 og skoðaði hann þá betur. Þá var sú breyting á orðin, að steinbog- inn hjá líparítganginum var horfinn, brotinn af, en nú sást annar steinbogi fáuin metrum ofar, og stóð sá vel upp úr vatni. Þessum steinboga hafði ég ekki tekið eftir við fyrri kontu mína. Þó hef ég síðar sannspurt, að hann hefur þá verið til, en líklega djúpt vatn beljað yfir hann. Báðir þessir steinbogar hafa verið á þröngri skoru, senr skerst upp frá hylnum undir Barnafossi inn í hina tiltölulega breiðu og ósléttu klappaflúð, sem fossinn hefur áður fallið fram af, dreifður ,,í mörgum smábunum“, eins og Þorvaldur Thoroddsen kemst að orði. Skoran minnir nokkuð á gjána í Brúará, sem fyrr var frá sagt, en er krókóttari, og ekkert vatn rennur uppi á börmum henn- ar. Ef ég man rétt, hafði þessi skora lengzt sýnilega upp á við á árabilinu 1958—63, en síðan hefur hún enn lengzt. Framan af þessu tímabili féll öll áin í lágum, þverhníptum fossi niður í efra enda skorunnar, þ. e. rétt ofan við efra steinbogann. En sá foss hvarf um leið og skoran lengdist, og er nú svo komið, að ekki getur talizt vera neinn eiginlegur foss í Hvítá, þar sem þó heitir Barnafoss. Þegar ég kom síðast að Barnafossi, 18. júlí 1970, virtist mér nýi steinboginn lítið eða ekkert liafa breytzt síðan 1963 (4. mynd). Hann er um 2 nr á lengd, en aðeins ýó m á breidd og með ávalan Jirygg. Þennan dag stóð hann um mannhæð upp úr vatni for- streymis, en nokkru lægra andstreymis. Um þykkt hans undir vatns- borði verður ekkert sagt annað en það, að hæðarmunur þess að ofan og neðan sýnir, að nokkuð kreppir hann að framrás árinnar. Barmar skorunnar eru brattir niður að steinboganum, og verður að teljast ófært yfir um ána á honum. Efni steinbogans er hið sama forna blágrýti sem árgilið hefur gralizt niður í. Eftir Jdví sem ég hef komizt næst af eigin athugun og fyrirspurn- um um steinbogana á Barnafossi, fór fyrst að örla á neðra stein- boganum, þeim hjá biksteinsganginum, milli 1920 og 1930. Fram- an af beljaði áin mjög yfir hann, en það breyttist smám saman, og Jiar kom, að hún fór öll undir hann, jjégar lítið var í henni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.