Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1971, Blaðsíða 30
234 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN á loftslagssvæðum I, II og III, samkvæmt skiptingu þeirri, sem notuð er í greininni og sýnd er á kortinu á mynd 1. í þessum hluta verður gerð grein fyrir þeim tegundum íslenzkra háplantna, sem hafa sæleitna útljreiðslu eða eru algengastar á þeim svæðum, sem hafa hafrænt (oceaniskt) loftslag í ríkustum mæli, en það eru loftslagssvæðin IV, V og VI. Um frekari skýr- ingar loftslagstegunda, gerð loftslagskortsins og útbreiðslukortanna, vísast til fyrri liluta greinarinnar. Þar sem hinar landleitnu tegundir voru að mestu flokkaðar eftir hæðarmörkum, verða sæleitnu tegundirnar aftur á móti flokkaðar eftir útbreiðslumörkum, enda eru þær yfirleitt láglendistegundir og iiafa flestar mjög takmarkaða útbreiðslu í landinu. Einn er sá flokkur plantna, sem er augljóslega bundinn nálægð hafsins, en það eru þær tegundir, sem vaxa í fjörum og í sjávar- bökkum, og nefna mætti strand- eða fjöruplöntur. Um 20—25 tegundir íslenzkra háplantna ern meira eða minna strandbundnar (maritimar). Þar sem hins vegar má ætla, að þar sé um að ræða bein áhrif sjávarins, svo sem saltrok, en síður loftslagsáhrif, þá verða þessar plöntur ekki teknar til meðferðar hér, þótt nokkrar þeirra hafi að líkindum hafræna útbreiðslu, svo sem sæhvönnin (Ligusticum scoticum) og fjörukálið (Cakile cdentula), sem vaxa aðallega á SV-landinu. L Plöntur með aðalútbreiðslu syðst á landinu (Mýrdalstegundir). Tegundirnar, sem hér eru teknar saman, hafa aðalútbreiðslu á svæðinu undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum, þ. e. á loftslagssvæði VI, sem virðist hafa einna hafrænast loftslag hér á landi. Hafrænu- tala fyrir Vík í Mýrdal er 440. Úrkoma er mjög mikil á svæðinu, um eða yfir 2000 mm á láglendi, loftslagið milt á vetrum (meðal- hiti allra mánaða yfir frostmarki), og sumarhiti einnig nokkuð liár. Því er ekki ólíklegt, að hitastigið eitt ráði miklu um út- breiðslu nefndra plantna. Nokkrar tegundanna teygja sig inn á loftslagssvæði V, sem er einnig mjög hafrænt, og jafnvel inn á svæði IV, 2. Tegundirnar eru þessar: Selgresi (Plantago lanceolata), giljaflækja (Vicia sepium), stúfa (Succisa pralensis), munkahetta (Lychnis flos cuculi), garðabrúða (Valeriana officinalis), garða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.