Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
237
3. mynd. Plöntur með aðalútbreiðslu á Austfjörðum (Austfjarðaplöntur). I.
Plöntur með víðri austlægri útbreiðslu.
Fig. 3. Plants with main distribution in tlie Eastern Fjords. 1: Plants with
wide distribution.
aizoides), klettafrú (Saxifraga cotyledon), maríuvött (Alchemilla
facroensis), sjöstjörnu (Trientalis europaea), bláklukku (C.ampa-
nula rotundifolia), rauðberjalyng (Vaccinium vitis idaea), ösp (Po-
pulus tremula), hagastör (Carex pulicaris), stinnastef (Juncus
squarrosus), lyngbúa (Ajuga pyramidalis), súrsmæru (Oxalis ace-
tosella), klettaburkna (Asplenium viride), svartburkna (Asplenium
trichomanes) og burstajafna (Lycopodium clavatum). Alls 14 teg-
undir.
Fimm þær fyrstnefndu hafa víða austlæga útbreiðslu, sem fylgir
nokkurn veginn fjórðungsmörkum Austurlandsins. Þó hefur blá-
klukkan nokkra sérstöðu, þar sem hún finnst á nokkrum stöðum
í flestum landshlutum, en er þó hvergi algeng utan fjórðungs-
marka Austurlands. Þá seilist maríuvötturinn nokkuð langt inn á
meginlandssvæðið norðanlands, án þess þó að um samfellda út-
breiðslu sé að ræða.