Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 38
242
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
nafli, vatnsögn, flóajurt, grámygla og að nokkru leyti lambaklukka
eru bundnar við jarðhita. Skurfan vex nær eingöngu í flögum og
á melum og öðru gróðurlitlu landi. Hinar vaxa i mólendi, mýrum,
hraunum o. s. frv.
Hér mætti ef til vill bæta við fjöruplöntunum, sem hafa aðal-
útbreiðslu á Suðvesturlandi, en það eru: Sæhvönn (Ligusticum
scoticum), fjörukál (Cakile edentula), sandlæðingur (Glaux mari-
tima) og flæðarbúi (Sþergularia salina). Ennfremur virðist mar-
hálmurinn (Zostera marina) liafa aðalútbreiðslu vestanlands.
Suðvesturlandstegundirnar eru allar eindregnar láglendisteg-
undir og yfirleitt suðrænar að uppruna og hitakærar. Að öðru
leyti er erfitt að benda á nokkur sameiginleg einkenni, sem valdið
gætu útbreiðslu þeirra. Er og vandséð, hvers vegna vatna- eða
jarðhitaplöntur ættu fremur að leita til SV-landsins en annarra
landshluta, jafnvel þótt loftslagið sé tekið með í reikninginn. Til
7. mynd. l’löntur með aðalútbreiðslu á Suðvesturlandi. III.
Fig. 7. Plants with main distribution in SW-Iceland. III.