Náttúrufræðingurinn - 1971, Side 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
245
10. mynd. Vestfjarðategundir. II. Plöntur með víðri útbreiðslu á Vesturlandi,
Mið-Norðurlandi og Austfjörðum.
Fig. 10. Plants of the Western l'jords. II.
vítl loftslagssvið, eða III, 1, IV og V, og hittast jaínvel á II og VI.
Sjálfir Vestfirðirnir eru á loftslagssvæðuni III og IV, og má því
telja það eðlilegt kjörsvæði flestra tegundanna, hvað snertir lofts-
lagið. Hafrænutölur eru þar um 75—200. Úrkoma á láglendi er
um 500—1500 mm. Vetur eru tiltölulega kaldir, og meðalhiti
tveggja köldustu mánaðanna alls staðar undir frostmarki. Sumar-
liiti er nokkur á sunnanverðu svæðinu (meðalhiti júlímánaðar um
eða yfir 10 gxáður), en lítill á því norðanverðu (júlíhiti um eða
yfir 8 gráður). Snjór er að jafnaði mikill á norðanverðu svæðinu
og liggur lengi, en í meðallagi á því sunnanverðu.
Aðeins fáeinar tegundir eru bundnar við Vestfirði eingöngu,
en meðal þeirra má nefna: Krossjurt (Melampyrutn silvaticum),
línarfa (Stellaria calycantlia), hlíðaburkna (Cryptogramma crispa)
og hrísastör (Carex adelastoma). Einnig er talið, að rauðfífa