Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 249 14. mynd. Vestfjarðaplöntur. VI. Fig. 14. Plants of the Western Fjords. VI. inn í Mývatnssveit, sem þó liggur á mesta meginlandsloftslags- svæðinu. Einnig vex þríhyrnuburkni við laug í innanverðum Fnjóskadal. Ekki er ólíklegt, að þetta standi eitthvað í sambandi við æxlun burknanna, en frjóvgun þeirra verður að gerast í vatni, og á forkímsstiginu eru þeir afar viðkvæmir gegn þorrnun. Burknar og jafnar eru í eðli sínu skógategundir, enda má ætla að skógurinn skapi þeim hæfileg rakaskilyrði til vaxtar og þroska. Þar sem burknar vaxa í skóglausu landi er því eðlilegt, að þeir Ieiti á þá staði, sem liafa líkast nærloftslag (lokalklima) og skóg- arnir, en það eru að líkindum einmitt bollar og gjár í hraunum. Eftirfarandi blómjurtir má telja til Vestfjarðaplantnanna: Mela- sól (Papaver radicatum), skollaber (Cormis suecica), dökkasef (Juncus castaneus), ferlaufasmára (Paris quadrifolia), skrautpunt (Milium effusum), eggtvíblöðku (Listera ovata), grájurt (Gna- phalium silvalicum), þrenningarmöðru (Galium brevipes), keldu-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.