Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 253 aðinu eða eru a. m. k. tíðari öðru hvoru megin. Ekki er þó víst, að sarna regla gildi um þær annars staðar á landinu, og því verður ekki farið nánar út í þá sálma hér, en væntanlega verða þessu máli gerð skil síðar á prenti. Til þess hlýtur bráðlega að draga, að hafizt verði handa um nákvæma kortlagningu á útbreiðslu íslenzkra plantna. Mun þá ýmislegt konia í ljós, sem enn er hulið sökum vanþekkingar, og líklegt þykir mér, að margar tegundir eigi þá eftir að sýna sæ- leitna útbreiðslu. Væntanlega verður þá loftslagslýsing landsins einnig orðin fullkomnari og auðveldara að rekja loftslag og út- breiðslu saman. í fyrri hluta greinarinnar voru taldar rúmlega 30 tegundir, sem teljast hafa landleitna útbreiðslu. Samtals eru þetta um 110 tegundir eða um fjórðungur íslenzku háplöntuflórunnar, sem telja má að liafi loftslagsbundna útbreiðslu. Þykir mér þó líklegra, að þær séu fremur fleiri en færri. Með þessu er engan veginn fullyrt, að loftslagið sem heild ráði útbreiðslu nefndra tegunda. í mörgum tilfellum munu það fremur vera einstakir þættir þess, svo sem hiti, raki, snjóþyngd o. s. frv., og hefur þess raunar alloft verið til getið í greininni, að svo myndi vera. Ekki var það lieldur ætlun mín að útiloka aðra útbreiðsluvalda, svo sem sögulegar eða jarðsögulegar orsakir, sem að sjálfsögðu hafa orkað meira eða minna á útbreiðslu allra plöntutegunda í land- inu. Hin takmarkaða útbreiðsla flestra þeirra tegunda, sem hér hafa verið taldar, el'tir strandlengju landsins, sýnir einmitt að fleiri þættir en loltslagið eitt hafa verkað á tegundirnar og sett þeim út- breiðslumörk. Ef svo væri ekki, mætti búast við, að tegundir þessar yxu a. m. k. á allri strandlengjunni sunnan-, vestan-, og austan- lands, en svo er aðeins um fáeinar þeirra. Mismunur í jarðvegsgerð, einkum sýrustigi jarðvegs, kann að hafa áhrif í sumum tilfellum, enda er íslenzkur jarðvegur senni- lega breytilegri en rnenn hafa til þessa gert sér ljóst. Hið lága sýrustig, sem fundizt hefur á Vestfjörðum og á skögunum norðan- lands, gæti bent til þess að það væri útbreiðsluvaldur. Hins vegar mun sýrustig og fleiri eðlisþættir jarðvegsins vera bein afleiðing veðurfarsþátta, og því erfitt að skilja þetta sundur. í landi, sem hefur jaln atburðaríka lortíð og ísland, fer ekki hjá

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.