Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 1971, Síða 55
NÁTTÚRUFRÆÐlNGURINN 259 Jón Jónsso7i: Lambavatnsgígir Lengi he£ ég litið svo á, að dalurinn milli Fögruijalla annars vegar og Blængs — Varmáriells — Galta liins vegar væri sigdalur, þótt fullnægjandi sannanir vanti að vísu ennþá fyrir því. Suðausturhluti þessa svæðis ber nafnið Varmárdalur, enda þótt engin Varmá sé þar nú til eða nokkur önnur á lieldur. Tvö lítif stöðuvötn eru þar hins vegar, Kambavatn og Lambavatn, og ekki er djúpt á grunnvatn yfirfeitt í hraununum. Gildir það eins um þau austan sem vestan Laka, en Skaftá og jökullinn stjórna hæð grunnvatnsborðs á norðausturhluta svæðisins. Innan takmarka þessa dals eru einar af mestu eldstöðvum þessa lands, þar á meðal þær langmestu, sem gosið hafa eftir að land byggðist, Eldborgaraðir, gosstöðvar Skaftáreldanna. Ljóst er, að áður hefur gosið á sprungu þeirri eða öllu heldur sprungubelti, sem síðast gaus 1783, og fleiri eldstöðvar eru á svæðinu, t.d. skammt norðvestur af Laka, austan Stakafells og víðar. Verður það að sinni ekki rakið. Sjálfsagt er enn eftir að i'inna margar eldstöðvar hér á landi, sem ekki eru á neinu korti, og sýnir það bezt, liversu áfátt er almennri jarðfræðilegri könnun landsins ennþá. Einar slíkar eldstöðvar fundust sumarið 1968, nánar til tekið þann 26. júlí. Það er lítil gígaröð, sem að líkindum er aðeins hluti af annarri og miklu stærri. Gígir þessir eru austan Lanrbavatns og takmarka vatnið á kafla. Gígirnir sjálfir eru að mestu úr rauðu gjalli og ekki sérlega áberandi, enda ekki háir. Sjálf gígaröðin er vart meiia en um 500 m á lengd og lnaunið, sem frá henni hefur runnið, er ekki nrikið unr sig. Að vestan hverfur það út í vatnið og hefur það brotið vestustu gígina svo að sjá má innviðu þeirra að nokkru. Annars eru gígirnir og hraunið, sem frá þeinr kom, mjög hulið ösku og vikri frá Skaftáreldunr, enda er ekki nema um 1 km að næstu eldborg í gígaröðunum frá 1783. Þess er áður getið, að ennþá sér fyrir fornri gígaröð norðvestur a£ Laka, þar sem nokkrir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.