Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 60
264 NÁTTÚRUFRÆÐJNGURINN Silfurreynir við kirkjuna á Bönduósi, iö. sept. 1968. Ljósm. I. Dav. gróðursettir á árunum 1820—1830 af Þorláki Hallgrímssyni. Þeir eru um 11 m á hæð og mjög gildvaxnir. F.r fremur veðursælt í neðanverðum Hörgárdal. Það skiptir talsvert um við Reiðholtið utan Möðruvalla og þó enn meir við Hillur, sem ganga fram í sjó, rétt utan við Fagraskóg. Á Ársskógsströnd utan við Hillurnar er snjóþungt og svalviðrasamt líkt og í grennd Dalvíkur. Þó vaxa hríslur þar sæmilega við bæi, t.d. í Litla-Árskógi, á Stóru-Hámund- arstöðum, við Árskógsskóla og í stórum trjáreit á ytri bakka Þor- valdsdalsár. Mun grózkulegri eru samt trjáreitirnir inni í Eyja- firði við Grund, Kristsnes og víðar. Það er fróðlegt að athuga muninn. Ekki er hollt trjágróðri, þar sem saltir, hvassir hafvindar ná til. Silfurreynihrislan við kirkjuna á Blönduósi er talandi tákn. Hrísl- an beinlínis vefur sig upp að kirkjunni og leitar þar skjóls og yls, en greinar, sem út fyrir vaxa standa berar og visnar. Vaxtarskilyrði eru miklu betri inn til dalanna, svo sem sjá má t.d. í Vatnsdal. Steinbeðajurtir munu hæfa vel utnesjum, þær eru lágar í loftinu og þola næðinginn. Margar þeirra eru yndisfagrar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.