Náttúrufræðingurinn - 1971, Qupperneq 61
NÁTTÚ RU FRÆÐ ING U R1N N
265
Ingólfur Daviðsson:
Komið í Bæjarstaðaskóg og Fróðann
Þann 15. júlí 1951 héldum við Jóhannes Gröntved, danskur grasa-
fræðingur, í Bæjarstaðaskóg, l'rá Skaftafelli, en það er alllöng leið
inn með hlíðum, senr víða eru kjarri vaxnar. En láglendi Morsár-
dals er auðn að mestu. Skógartorfur haldast í dalhlíðunum handan
Morsár og hér og hvar sjást reynihríslur í giljum. í Fúsagili vex
reynir í sprungu og virðist korna út úr berum klettinum. Skammt
lrá skóginum er 60—70° heit laug og rennur frá henni volgur læk-
ur. Þar var mikið af mýflugum og lyfjagrösin veiddu vel. Smáar
birkihríslur gægðust upp liér og lrvar. I árgili milli laugalækjanna
og skógarins vaxa reynihríslur, ætihvönn, liðfætla, klettafrú, gull-
steinbrjótur, burnirót o. 11. fagurra jurta.
Bcejarstaðasliógur stendur á allhárri gróðurtorfu, en berar urðir
og sandar umhverfis. Nokkru innar eru skógartorfur í hlíðinni.
Bæjarstaðaskógur er girtur og friðaður, en samt voru nokkrar kind-
ur í honum. Skógurinn er blómlegur víðast. Mörg tré beinvaxin
með hvítum berki. Skógarmaðkar skemmdu jrar sumarið 1950, en
nú var lítið um maðkinn. Lítið sást af reklum. Stórar berar geilar
ganga niður í gegnum skóginn. Munu það upprunalega vatnsrásir.
Lækir úr hlíðinni fyrir ofan ríla burt hinn þykka jarðveg í vatna-
vöxtum haust og vor. Síðan hefur uppblástur komið til sögunnar.
Rofbakkarnir eru sums staðar tveggja til þriggja metra háir og
standa berar birkirætur út rir þeim. Þyrfti hér lagfæringar, þótt
eyðingin gangi hægt, að því er virðist, síðan skógurinn var lrið-
aður. Sjálfsagt er veruleg lagfæring alldýr.
Undirgróður er víðast mikill í skóginum, m. a. grasblettir, þar
senr ilmreyr og túnvingull eru ríkjandi. Víðast ber mikið á blá-
gresi og hrútaberjalyngi. Þarna er fögur rjóðurbrekka með gulvíði-
runnum, reyni, brönugrösum, miklu blágresi, hrútaberjalyngi,
gleym-mér-ei, gulmöðru, smára og ilmreyr. Víðar eru gulvíðibrekkur
og ofan til í skóginum eru blettir af beitilyngi og sortulyngi. Alls
fundum við 73 tegundir í Bæjarstaðaskógi (sbr. tegundaskrá í Garð-