Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 3
Náttúrufr. — 43. árgangur — 3.-4. hefti — 125.—195. siða — Reyltjavík, febr. 1974 Ingólfur Davíðsson: Sagt frá tíu „máttugum" jurtategundum Þekkirðu vallhumal? Vallhumall (Achillea millefolium) er fræg jurt frá fornu fari. Kenndur er hann við fornkappan gríska, Akkillus, er sagnir herma, að notað hafi vallhnmal til sáralækninga. Seinna vísindanafnið, millefolium, þýðir þúsundblaða, afbökun af því nafni er „melli- fólía“, en sumir nefndu hér fyrr á tíð vallhumal því nafni. Vall- humall er alkunnur víða um lönd, því að hann hefur verið talin góð lækningajurt allt frá því í fornöld. Hann er hér algengur í þurrum jarðvegi, t. a. m. á harðbalatúnum, brekkubörðum og í sendinni jörð. Vex einnig víða við vegi og garða. Sérkennilegur kryddilmur er af allri jurtinni og hún er sett hárum. Hærðust er hún á þurrum, vindblásnum stöðum og draga hárin úr útgufnn. Blöð vallhumals eru skipt, eða klofin í fjöldamarga, fíngerða flipa. Blómin sitja í litlum, gráhvítum körfum, er margar saman mynda þéttar, flatar skipanir. í hverri körfu eru tvenns konar blóm, þ. e. jaðarblóm með tungukrónum og pípukrýnd hvirfilblóm. Vallhum- all sáir sér, en breiðist einnig út með löngum jarðrenglum, sem blaðhvirfingar og síðar stönglar vaxa upp af. Vallhumall er 12— 45 cm á hæð, eftir vaxtarskilyrðum, og til eru af honum nokkur afbrigði, m. a. rautt (sjá Flóru). Hann bítst dálítið af fénaði, eink- um sauðfé. Vallhumalstaða þykir allgott kúafóður. Vallhumall þolir vel storm og stendur fram á vetur. Stöngullinn seigur og oftast greinalaus. Vallhumall var snennna notaður til lækninga. Hinn frægi læknir, Dioskorides, á 1. öld eftir Kristsfæðingu, kallaði vallhumalinn her- mannajurt, því að hermenn notuðu hann bæði til sáralækninga og við niðurgangi o. 11. meltingartruflunum. Dioskorides var her- læknir Nerós keisara í Róm. í Frakklandi var vallhumall nefndur jurt smiðanna, því að trésmiðir notuðu hann gegn blæðingum, er þeir ffengu sár í starfi sínu. Talið er, að Germanar hafi notað vall- 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.