Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 6

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 6
i 28 N ÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN 2. mynd a. Siliiirmura (Polentilla anserina): A. blóm séð að neðan, B. krónublað, C. frævlar, D. fræva. blaðhvirfingum, renglunum og gulu blómunum. Blómbotninn gef- ur frá sér hunang handa skordýrum, sem fræva blómið. Á nóttum og í votviðrum lokast blómin, og þá getur sjálffrævun átt sér stað. Blaðhvirfingin vex upp af stuttum, uppréttum jarðstöngli, sem á hverju sumri myndar hjárætur. Sumar þeirra fyllast forðanæringu, er líður á sumarið. Þær þrútna í end- ann og geta orðið um 10 cm langar og 1 cm á þykkt. Það eru í rauninni jarðstönglarnir, sem heita murur. Næringin í þeim er aðallega mjölvi og einnig ofurlítið af sútunarsýru. Bragðið fremur þægilegt, líkt og af pastínakki. Þessir hnúðar voru grafn- ir upp og etnir víða á Norðurlönd- um, Bretlandseyjum og víðar fyrr á tímum, sbr.: ,,Þau áttu börn og buru, grófu rætur og muru,“ en þannig enda mörg íslenzk ævintýri. Þetta bendir til þess, að það hafi einkum verið fátækar barnafjölskyldur, sem hagnýttu muruna, enda hefur það ver- ið seintekinn matarafli að grafa upp Tvö rótarhnýði af silfurmuru. ræturnar. í löndunum við Norðursjó

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.