Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 9
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
131
úr Miðjarðarhafslöndum í fyrstu og fylgt manninum, búfé lians og
varningi land úr landi.
Hjartarfi er næsta breytileg tegund, bæði eftir vaxtarstöðum
og tilbrigðum eða stofnum tegundarinnar. í fastri, ófrjórri jörð
nær hann litlum þroska, en verður hár og gróskumikill í frjósamri
rnold. Sumir arfastofnar spíra á vorin og sumrin en aðrir á haustin
og mynda blaðhvirfingu, sem stundum lifir veturinn. Sumir stofn-
ar þrífast aðeins í góðri mold, en aðrir spjara sig á ófrjóum stöðum.
Skilst af jressu, að hinir ýmsu hjartarfastofnar þrífast við æði ólík
kjör og vegna þessarar fjölbreytni reynist arfanum fært að lifa afar
víða, og hefur liann dreifzt út um mörg lönd fyrir ævalöngu. Víðast
hvar finnur einhver stofn hans vaxtarstað við sitt hæfi. Hér vex
hann aðallega kringum kaupstaðarhús og sveitabæi og sem illgresi
í görðum. Sums staðar sést hann og í fjörum. Hefur sennilega slæðst
með landnámsmönnum í fyrstu og hefur síðan öðru hverju borizt
með varningi, og geta þá komið nýir stofnar. í Danmörku hefur
hann fundizt í tvö þúsund ára gömlum jarðlögum, og í Noregi
fannst hann í hinu fræga „Ásubergsskipi“. Hann hefur sennilega
verið orðinn illgresi í Noregi þá þegar, en hugsanlegt er líka, að
fræin hafi verið látin i skipið af ásettu ráði, því að hjartarfinn er
forn lækningajurt. Hjartarfi er einær jurt, en fræin geta lifað ár-
um saman í moldinni og spírað, er þau koma upp, t. d. við jarð-
vinnslu.
Á undanförnum árum hafa grasafræðingar reynt að nota stofna eða
undirtegundir arfans til að fá vitneskju um, hvaðan hann hefur
borizt til ýmissa staða, en það gefur bendingar um þróun jarðrækt-
ar og jafnvel þjóðflutninga fyrr á tímum. í Bandaríkjunum t. d.
virðast slíkar rannsóknir hafa sannað, hve mikinn þátt Suður-
Evrópubúar og Frakkar hafa átt í jarðyrkjunni. Flestir arfastofn-
arnir vestra eru nefnilega hinir sömu og í Suðurlöndum og Frakk-
landi. — í okkar augum er hin stinna og spengilega jurt, Iijart-
arfinn, aðeins illgresi, en forfeðrum vorum var hann jafnframt góð
lækningajurt. í honum eru efnasambönd (cholin, tyramin o. fl.),
sem m. a. verka gegn blæðingum í fósturlegi, lungum, maga o. fl.
Fræin voru notuð sem fjöraukandi lyf og einnig gegn harðiífi.
Áhrifamáttur hjartarfans gegn innri blæðingum var þekktur fyrir
löngu, en notkuninni var að rnestu hætt og hún hálfgleymd. En á
stríðsárunum 1914—1918, þegar mikill skortur lyfja var, tóku Þjóð-