Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN 135 unnar og hún hefur kynæsandi áhrif á högnana. Þar sem garða- bruða er ræktuð til að vinna úr henni lyf, þarf að girða hana af vegna ásóknar kattanna. Valeri- anadropar eru aðallega unnir úr rótinni eða jarðstönglunum og notaðir í lyf gegn svefnleysi, taugaóstyrk, nervösum melting- arkvillum o. s. frv. Garðabrúða var höfð í ástardrykki á miðöld- um. Garðabrúðulykt dregur sil- unga að sér, og lokuðu veiði- menn stundum bút af garða- brúðu, ásamt ánamöðkum til beitu, niður í dósir. Flestir þekkja garðabrúðu (sjá mynd). Hún er stórvaxin, 30— 85 cm há, falleg jurt með gagn- stæð, fjaðurskipt blöð og smá, holdrauðleit eða nærri hvít blóm, mörg saman í allstórum skúfum. Blómin eru óregluleg með 5 dálítið ólíkum flipum. Aldinið er hneta með svilkransi. Garðabrúða vex í frjóu, hálf- röku blómlendi og kjarri hér og hvar á sunnanverðu landinu og á stöku stað utan þess svæðis. Ræktuð til skrauts í görðum og slæðist stundum út frá þeim. Af garðabrúðu vaxa hér tvær teg- undir, þ. e. venjuleg garðabrúða, (V. officinalis), sem hefur stuttar jarðrenglur, og hagabrúða (V. sambucfolia), sem er með ofan- jarðarrenglum (sjá nánar í Flóru). En sennilega eru til millistig. Garðabrúða vex víða um vestanverða Evrópu. Nafnið valeriana er ef til vill kennt við Valerius, en gæti líkt bent til máttar jurtar- 5. mynd. Garðabrúða ( Valeriana officinalis).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.