Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 18
140
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
geymd þannig. Fræ af græðisúrn var fyrrum notað gegn steinsýki,
þ. e. drukkið var te af fræjunum.
Skylt græðisúru er selgresi (Plantago lanceolata). Blómskip-
unarleggir selgresis eru strendir með djúpum skorum og blöðin
lensulaga. Axið stutt en gildvaxið. Selgresi er algengt í Mýrdal og
undir Eyjaföllum, en vex ennfremur hér og hvar á strjálingi, eink-
um við hveri og laugar. Þykir gott beitargras. Blöð selgresis voru
notuð til lækninga á sama hátt og græðisúra. Safi, pressaður úr
selgresisblöðum var í lyfjaverzlunum í Þýzkalandi fram að stríðinu
1914—1918. Var safinn notaður gegn hálskvillum og hósta. Frjó-
korn selgresis varðveitast mjög vel í mýrum. Jurtin hefur fylgt
manninum og varningi hans og má talsvert rekja ræktunarsögu
sumra landa, eftir því hvar frjókorn selgresis finnast í jörð.
Algengasta jurt græðisúruættar hér á landi er kattartunga
(P. maritima), sem hefur sívala leggi og mjó, þykk, safamikil blöð.
Axið sívalt, en mjög mislangt. Kattartunga er algeng á strandflesj-
um og víðar.
Njúli — fardagalidl.
„Barasta illgresi? Fjarri fer því,
fardagakálsins heilsugæði,
og heimula litun á liðinni tíð,
löngu viðurkennd fræði.
Vanti þig spólu í vefinn þinn,
vel eg þér njólastrokkinn minn
og lauf í lit á klæði.“
Flestir þekkja njólann. Hann er vöxtuleg jurt, oft um 1 metri
á hæð, með löng og breið blöð og mjög djúpgenga stólparót. Blóm-
in eru lítil en sitja fjöldamörg saman í stórum, þéttum blómskip-
unum, sem í fyrstu eru grænleitar, en verða síðar rauðbrúnar og
standa langt fram á haust og vetur, enda trénar stöngullinn með
aldrinum. Aldinið þrístrend lineta; má stundum sjá aldinin skoppa
á fönnunum í vetrarstormum. Sums staðar vex njólinn í stórum
breiðum, t. d. á ruslasvæðum, í hlaðvörpum, við garða og í túnum.
Ber mikið á honum í túnum, sem ekki eru slegin árlega, heldur
t. d. kúm beitt á þau. Hann breiðist undra fljótt út í garðlöndum,