Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 18
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN geymd þannig. Fræ af græðisúrn var fyrrum notað gegn steinsýki, þ. e. drukkið var te af fræjunum. Skylt græðisúru er selgresi (Plantago lanceolata). Blómskip- unarleggir selgresis eru strendir með djúpum skorum og blöðin lensulaga. Axið stutt en gildvaxið. Selgresi er algengt í Mýrdal og undir Eyjaföllum, en vex ennfremur hér og hvar á strjálingi, eink- um við hveri og laugar. Þykir gott beitargras. Blöð selgresis voru notuð til lækninga á sama hátt og græðisúra. Safi, pressaður úr selgresisblöðum var í lyfjaverzlunum í Þýzkalandi fram að stríðinu 1914—1918. Var safinn notaður gegn hálskvillum og hósta. Frjó- korn selgresis varðveitast mjög vel í mýrum. Jurtin hefur fylgt manninum og varningi hans og má talsvert rekja ræktunarsögu sumra landa, eftir því hvar frjókorn selgresis finnast í jörð. Algengasta jurt græðisúruættar hér á landi er kattartunga (P. maritima), sem hefur sívala leggi og mjó, þykk, safamikil blöð. Axið sívalt, en mjög mislangt. Kattartunga er algeng á strandflesj- um og víðar. Njúli — fardagalidl. „Barasta illgresi? Fjarri fer því, fardagakálsins heilsugæði, og heimula litun á liðinni tíð, löngu viðurkennd fræði. Vanti þig spólu í vefinn þinn, vel eg þér njólastrokkinn minn og lauf í lit á klæði.“ Flestir þekkja njólann. Hann er vöxtuleg jurt, oft um 1 metri á hæð, með löng og breið blöð og mjög djúpgenga stólparót. Blóm- in eru lítil en sitja fjöldamörg saman í stórum, þéttum blómskip- unum, sem í fyrstu eru grænleitar, en verða síðar rauðbrúnar og standa langt fram á haust og vetur, enda trénar stöngullinn með aldrinum. Aldinið þrístrend lineta; má stundum sjá aldinin skoppa á fönnunum í vetrarstormum. Sums staðar vex njólinn í stórum breiðum, t. d. á ruslasvæðum, í hlaðvörpum, við garða og í túnum. Ber mikið á honum í túnum, sem ekki eru slegin árlega, heldur t. d. kúm beitt á þau. Hann breiðist undra fljótt út í garðlöndum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.