Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 20
142 N ÁTTÚRUFRÆÐINGURINN er um matjurtir. Bezt er að matreiða njólablöð á sama hátt og spínat. — Njóli var mikið notaður til lækninga, litunar og börk- unar skinna.“ — Jú, njólinn var matjnrt, meðan garðyrkja var lítil. Til hollustu var gert seyði af nýjum blöðunum og drukkið, og einnig var húðin þvegin úr því gegn útbrotum. Seyði var einnig gert af rótinni. í blöðum njóla er allmikið C fjörefni og hefur það stuðlað að hollustu hans öðru fremur. Maöra Freyju og Manu. Gulmaðra (Galiurn verum) er algeng jurt, 15—30 cm há, á þurrum valllendisbörðum, holtum, torfgörðum, þurrum áreyrum og víðar. Gulmaðra ilmar þægilega. Hún er auðþekkt á allstórum, gulum blómskúfum og mjóum, snarphærðum blöðum, er sitja mörg (6—12) saman í krönsum á stönglinum. Jurt þessi er fræg frá fornu fari, var helguð Freyju, en síðar kennd við Maríu („sæng- urhjálmur Maríu meyjar“). Margir staðir eru við hana kenndir, til dærnis Möðruvellir, Möðrufell og Möðrudalur. Sýn- ir það vinsældir hennar. Maðran er gömul lækningajurt. Þótti möðrute hleypa út svita og vera gott við kvefi. Hægt er að fá gulan lit úr blómunum en rauð- an úr jarðstönglinum. Til litun- ar garns t. d. er stöngullinn al- blómgaður skorinn af rót not- aður og gefur fallega gula liti, ýmis litbrigði, endingargóð. Blóm gulmöðru eru smá, fagur- gul á lit, þau sitja fjölmörg saman í stórum, angandi skúf- um, sem bregða lit á valllendis- börð og áreyrar. Blómin eru

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.