Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
145
Jón Jónsson:
Sundhnúkahraun við Grindavík
Inngangur.
Á Reykjanesskaga er mikill fjöldi eldstöðva og hrauna. Mörg
þeirra hafa ekki nafn, svo vitað sé. Vafalaust hafa ýms örnefni
fallið í gleymsku hin síðari ár og önnur brenglazt. Hraun eru allt
umhverfis Grindavík, þorpið stendur á lirauni og á beinlínis
hrauni tilveru sína að þakka, eins og hér mun verða sýnt fram á.
Sundhnúkahraun og Sundhnúkur.
Hluti af hrauninu ofan við Grindavík, milli Járngerðarstaða-
hverfis og Þorbjarnarfells, ber nafnið Klifhólahraun. Af þessu virð-
ist mega ráða að til séu örnefnin Klifhólar og Klif, en hvar þau
eru, hefur mér ekki tekizt að fá upplýsingar um. Hólar eru ekki
á svæðinu, nema gíghólarnir suðvestur af Hagafelli, en samkvæmt
korti herforingjaráðsins 1:50000 heitir sá hóll Melhóll. Þaðan er
verulegur hluti hrauns þess, er Klifhólahraun er nefnt, án efa kom-
ið, því að hólarnir eru endinn á langri gígaröð.
Sökum þeirrar óvissu, sem ríkir um þessi örnefni, hef ég leyft
mér að nota hér nýtt nafn um hraunin og eldvörpin, sem þau eru
komin frá. Það skal þó tekið fram, að þetta nafn er eingöngu
hugsað sem jarðfræðilegt liugtak og breytir að sjálfsögðu ekki ör-
nefnum, sem fyrir eru á svæðinu. Ennfremur gildir þetta aðeins
fyrir eldvörp Jrau og hraun, sem til urðu í Jrví gosi, sem síðast varð
á Jressu svæði.
Gígaröðin.
Gígaröð sú, sem Sundhnúkahraun er komið úr, byrjar suðvestan
undir Hagafelli. Þar eru nokkrir gígir í röð, og er, eða öllu heldur
var, einn þeirra mestur, Jrví að nú hefur hann verið um langan
tíma notaður sem náma fyrir rauðamöl, og er Jrví farinn að láta á
10