Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
153
Ummyndun og jarðhiti.
Eins og áður var getið um, er jarðhiti í hrauninu vestur af
Svartsengisfelli. Þar hefur mælzt yfir 60° hiti. Engum efa er bund-
ið, að allstór liver lilýtur að vera þarna undir hrauninu, því líklegt
má telja, að vart séu minna en 20—30 m niður á grunnvatnsborð
á þessum stað. Við hagstæð veðurskilyrði, logn og nálægt 0° C má
sjá gufur leggja upp úr hraununum víðs vegar á þessu svæði. Eru
þær í áberandi beinum línum, sem sýnir, að þær eru bundnar við
sprungur í berggrunni þeim, sem Sundhntikahraun og önnur
hraun hafa runnið yfir.
Rétt austan við veginn norðan í Selhálsi hefur hraunið runnið
út á svæði, sem er mjög ummyndað af jarðhita. Það er athyglis-
vert, að hraunið sjálft er þarna líka nokkuð ummyndað, en það
sýnir, að þarna hefur verið virkur jarðhiti, eftir að hraunið rann,
þ. e. fyrir eitthvað skemur en urn það bil 2400 árum.
Ummyndun eftir jarðhita er þarna víða í kring, bæði í Þor-
bjarnarfelli og Svartsengisfelli. Sömuleiðis er mikil jarðhitaum-
myndun í austustu gígunum í Eldvörpum við hina fornu slóð milli
Njarðvíkur og Grindavíkur. Boranir þær, sem gerðar voru á þess-
um stað 1971, hafa staðfest, að þarna er um háhitasvæði að ræða.
Ef marka má af ummyndun, og eins því á hve stóru svæði vart
verður við gufur í hraununum við hagstæð skilyrði, þá er svæðið
ekki lítið. Eftir er nú að kanna takmörk þess.
HEIMILDARIT
BárÖarson, G. G., 1929: II. Neue Forschungen aut Reykjanes. Mitteil. der
Islandfreunde XVIII. Jahrg. H. 1, Jena.
Jónsson, ]., 1970: Á slóðuni Skaftár og Hverfisfljóts. Náttúrufr., 39: 180—209.
Reykjavík.