Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 36
158
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
bokk. Líkist hann mjög randabokk Philbertia linearis (Mont.),
enda af sömu ættkvísl og hann, hyrnan er þó grannvaxnari, og
vindingarnir, sem eru 9 talsins, eru með eilítið sneiddum brúnum.
Tveir vindinganna næstir hvirflinum eru
settir þéttstæðum skárákum. Þá hefur rúðu-
bokkurinn lengri hala og hann vantar gul-
leitu þverrifin, sem randabokkurinn hefur
oftast nær. Hæð kuðunganna 7,5 og 6,5
mm.
Rúðubokkur er kunnur við strendur
Evrópu, allt frá Suður-Noregi og til Mið-
jarðarhafs.
Gjarðagilli Teretia amoena (Sars).
Gjarðagilli er af Belaætt og telst til sömu ættkvíslar og skarða-
gilli, sem fannst við ísland fyrir tæpum áratug. Kuðungur þessi
er grannvaxta, hálfgagnsær, ljósbrúnn
að lit. Hyrnan er uppmjó með snubb-
óttum hvirfli. Vingingarnir eru 6 með
sneiddum brúnum. Saumurinn mjög
skálægur. Grunnvindingurinn með 4—
5 háum, gisstæðum þvergárum, og nær
neðsti gárinn að efra munnviki. Þrír
neðstu vindingar hyrnunnar hafa tvo
gára hver, en toppvindingarnir tveir
hafa enga gára eða mjög óljósa. Á hal-
anum, sem er breiður, eru margar og
þéttstæðar þverrákir og er allt yfirborð-
ið með mörgum, fíngerðum langrák-
um. Útrönd munnans með viki við sauminn. Hæð kuðungsins 8,5
mm. Eitt eintakið, er ég fékk í hendur, er allsérstætt, hvað mynztur-
gerð snertir. Hallast ég að þeirri skoðun, að Jiér sé um afbrigði af
gjarðagilla að ræða. Nokkur eintiik af umræddri tegund liafa feng-
izt úr ýsn veiddri í Skjálfandaflóa. Gjarðagilla liefur aldrei verið
áður getið frá íslandi. Hann er hánorræn tegund, er kunnur frá
Norður-Noregi suður um Lófóten, frá Svalbarða, og auk þess frá
Austur- og Vestur-Grænlandi.
5. mynd. GjarÖagilli (Sars).